Ísland með besta lífeyriskerfið í alþjóðlegum samanburði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. október 2021 06:57 Ísland er í fjórða sæti þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfinu. Vísir/Vilhelm Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í morgun. Í tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða segir að Ísland sé í fyrsta sinn með í vísitölunni, en hún ber saman lífeyriskerfi í 43 ríkjum. Í næstu sætum fyrir neðan Ísland koma Holland og Danmörk en ríkin þrjú eru þau einu sem ná efsta flokki vísitölunnar þegar lögð eru saman stig fyrir hvern einstakan þátt. Í tilkynningunni er bent á að Ísland fái góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti, sem skilar landinu í efsta sætið. Dr. David Knox, sérfræðingur hjá Mercer, segir ástæður þess að Ísland sé í efsta sæti meðal annars tiltölulega ríflegur lífeyrir frá ríkinu, samtryggingarlífeyrissjóði alls launafólks með hárri iðgjaldaprósentu og góða stjórnarhætti og regluverk lífeyrissjóða í kerfi með góða eiginleika. Hins vegar mætti gera enn betur með því að minnka skuldir heimilana, hækka lífeyristökualdur og minnka skuldir ríkisins. Þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfum er Ísland í fjórða sæti en samkvæmt útreikningum OECD er meðallífeyrir kvenna lægri en meðallífeyrir karla í öllum þeim kerfum sem voru til skoðunar. Munurinn á Íslandi er 13,2 prósent en hæstur í Japan þar sem hann er nærri 50 prósent. Samanburðurinn byggir annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnuninni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum. Nánari upplýsingar má finna á lifeyrismal.is. Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Í tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða segir að Ísland sé í fyrsta sinn með í vísitölunni, en hún ber saman lífeyriskerfi í 43 ríkjum. Í næstu sætum fyrir neðan Ísland koma Holland og Danmörk en ríkin þrjú eru þau einu sem ná efsta flokki vísitölunnar þegar lögð eru saman stig fyrir hvern einstakan þátt. Í tilkynningunni er bent á að Ísland fái góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti, sem skilar landinu í efsta sætið. Dr. David Knox, sérfræðingur hjá Mercer, segir ástæður þess að Ísland sé í efsta sæti meðal annars tiltölulega ríflegur lífeyrir frá ríkinu, samtryggingarlífeyrissjóði alls launafólks með hárri iðgjaldaprósentu og góða stjórnarhætti og regluverk lífeyrissjóða í kerfi með góða eiginleika. Hins vegar mætti gera enn betur með því að minnka skuldir heimilana, hækka lífeyristökualdur og minnka skuldir ríkisins. Þegar kemur að kynjamun í lífeyriskerfum er Ísland í fjórða sæti en samkvæmt útreikningum OECD er meðallífeyrir kvenna lægri en meðallífeyrir karla í öllum þeim kerfum sem voru til skoðunar. Munurinn á Íslandi er 13,2 prósent en hæstur í Japan þar sem hann er nærri 50 prósent. Samanburðurinn byggir annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnuninni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum. Nánari upplýsingar má finna á lifeyrismal.is.
Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira