Tókst ekki að fá Diego Simeone til að svara gagnrýni Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:30 Knattspyrnustjórarnir Diego Simeone og Jürgen Klopp heilsast fyrir síðast leik milli sinna leikja. Getty/Nick Potts Atletico Madrid tekur á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld og blaðamann voru að reyna að veiða þjálfara spænska félagsins til skjóta til baka á þjálfara enska liðsins. Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var hins vegar í engu stuði til að hefja eitthvað orðastríð við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Atletico Madrid liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni vorið 2020 eftir 1-0 sigur í heimaleiknum og svo 3-2 sigur á Anfield í seinni leiknum þremur vikum síðar. Eftir þann leik þá gagnrýndi pirraður Klopp leikstíl Atletico liðsins. Jurgen Klopp explains his 'angry' criticism of Atletico Madrid and makes Diego Simeone claim #lfc https://t.co/8PWUk7jvfl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 18, 2021 „Ég er algjörlega ánægður með frammistöðuna. Það er svo erfitt að spila á móti svona liði. Ég skil ekki að lið með þessi gæði spili svona fótbolta. Ég skil það ekki en sigurvegarinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Jürgen Klopp í mars 2020 og hann hélt áfram: „Þegar ég sé leikmenn eins og (Marcos) Llorente, Koke og Saul. Þeir gætu verið að spila almennilegan fótbolta en þeir sitja djúpt á sínum vallarhelmingi og bíða eftir skyndisóknum. Þeir unnu okkur samt, við sættum okkur við það og óskum þeim til hamingju,“ sagði Klopp. Diego Simeone was asked about Jurgen Klopp's criticism of how his teams play football...He literally had nothing to say pic.twitter.com/v3OAvtXy8J— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 18, 2021 Argentínski þjálfarinn var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld og það stóð á svari. Simone brosti þegar hann var spurður um hvað hann vildi segja við Klopp og svaraði: „Ekkert,“ sagði Simone sem var líka duglegur að hrósa liði Liverpool. „Chelsea, City og Liverpool eru öll á frábærum stað. Það er gaman að sjá öll þessi þrjú lið spila,“ sagði Simone. „Liverpool liðið vinnur vel saman, pressar hátt upp á vellinum og nýtir sér svæðin vel á vellinum,“ sagði Simone. „Endurkoma (Virgil) van Dijk gerir þeim kleift að spila aftur sinn flotta varnarleik. Ég býst ekki við neinu öðru en mjög áköfu Liverpool liðið en við mun reyna að særa þá,“ sagði Simone. „Þegar þú mætir Liverpool þá er ljóst að þú mátt ekki vera of ákafur og verður svo að leita að tækifærum í leiknum,“ sagði Simone.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira