Á annað hundrað milljóna í hættu vegna þurrka, flóða og hita Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 09:25 Jökull á Kilimanjaro-fjalli hverfur að líkindum fyrir miðja öldina ásamt hinum tveimur stóru íshellunum í austanverðri Afríku. Vísir/Getty Allt að 118 milljónir Afríkubúa sem búa við örbirgð verða í hættu vegna þurrka, flóða og öfgahita fyrir lok þessa áratugs verði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um áhrif loftslagsbreytinga í álfunni. Því hefur lengi verið spáð að loftlagsbreytingar af völdum manna muni leika Afríku grátt þrátt fyrir að íbúar álfunnar beri aðeins ábyrgð á innan við fjórum prósentum uppsafnaðrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum. Þurrkar og uppskerubrestur vegna þeirra er nú þegar stórt vandamál í Afríku. Margar stærstu borgir álfunnar standa við sjávarsíðuna og almenn fátækt íbúa gerir þeim erfitt fyrir að aðlagast breyttu umhverfi. Loftslagsbreytingarnar eru þegar komnar fram. Þurrkar hafa orðið skæðari og mikil flóð urðu í austan- og vestanverðri álfunni í fyrra. Þá gekk sögulega stór engisprettufaraldur yfir í fyrra og árið áður. Áætlað er að um 1,2 milljónir manna hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna storma og flóða í Afríku í fyrra. Það er meira en tvöfalt fleiri en lentu á hrakhólum vegna hernaðarátaka. Skýrsluhöfundar WMO telja að fjárfesta þurfi á bilinu þrjátíu til fimmtíu milljarða dollara í aðlögunaraðgerðir í Afríku sunnan Sahara á hverju ári til að forðast enn verri afleiðingar. Það jafngildir 2-3% af þjóðarframleiðslu heimshlutans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stóru fjallajöklarnir hverfa fyrir miðja öldina Í skýrslunni er reiknað með því að stóru íshellurnar þrjár í austanverðri Afríku; á Kilimanjaro í Tansaníu, Keníufjalli í Kenía og Rwenzoris í Úganda, hverfi alveg á fimmta áratug þessarar aldar. „Hratt hop síðustu jöklanna í austanverðri Afríku, sem er reiknað með að bráðni alveg í náinni framtíð, er merki um ógn óafturkræfra breytinga á jarðkerfinu,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO, í formála skýrslunnar. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Því hefur lengi verið spáð að loftlagsbreytingar af völdum manna muni leika Afríku grátt þrátt fyrir að íbúar álfunnar beri aðeins ábyrgð á innan við fjórum prósentum uppsafnaðrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum. Þurrkar og uppskerubrestur vegna þeirra er nú þegar stórt vandamál í Afríku. Margar stærstu borgir álfunnar standa við sjávarsíðuna og almenn fátækt íbúa gerir þeim erfitt fyrir að aðlagast breyttu umhverfi. Loftslagsbreytingarnar eru þegar komnar fram. Þurrkar hafa orðið skæðari og mikil flóð urðu í austan- og vestanverðri álfunni í fyrra. Þá gekk sögulega stór engisprettufaraldur yfir í fyrra og árið áður. Áætlað er að um 1,2 milljónir manna hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna storma og flóða í Afríku í fyrra. Það er meira en tvöfalt fleiri en lentu á hrakhólum vegna hernaðarátaka. Skýrsluhöfundar WMO telja að fjárfesta þurfi á bilinu þrjátíu til fimmtíu milljarða dollara í aðlögunaraðgerðir í Afríku sunnan Sahara á hverju ári til að forðast enn verri afleiðingar. Það jafngildir 2-3% af þjóðarframleiðslu heimshlutans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stóru fjallajöklarnir hverfa fyrir miðja öldina Í skýrslunni er reiknað með því að stóru íshellurnar þrjár í austanverðri Afríku; á Kilimanjaro í Tansaníu, Keníufjalli í Kenía og Rwenzoris í Úganda, hverfi alveg á fimmta áratug þessarar aldar. „Hratt hop síðustu jöklanna í austanverðri Afríku, sem er reiknað með að bráðni alveg í náinni framtíð, er merki um ógn óafturkræfra breytinga á jarðkerfinu,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO, í formála skýrslunnar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01
Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00