Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 15:53 Najib Mikati forsætisráðherra Líbanon segist ekki ætla að skipta sér af rannsókn á sprengingunni í Beirút fyrr en samkomulag hafi náðst við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka vegna verstu kreppu síðari tíma. EPA-EFE/NABIL MOUNZER Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. Erfitt ástand hefur ríkt í Líbanon undanfarin misseri bæði vegna fjármálakreppunnar, sem Alþjóðabankinn segir þá verstu í nútímasögunni, og vegna stjórnmálakreppunnar sem ríkt hefur. Bráðabirðgastjórn hafði verið við stjórnvölinn í meira en ár og stjórnmálakreppa ríkt þar til Mikati tókst að mynda ríkisstjórn með hjálp Michels Aoun forseta. Líbanski gjaldmiðillinn hefur frá árinu 2019 fallið um 90 prósent í virði og rúm 70 prósent þjóðarinnar sögð búa við fátækt. Þá hefur mikill vöruskortur leikið landið grátt og eldsneytisskortur og lyfjaskortur gert landsmönnum lífið leitt. Mikati hefur frá upphafi forsætisráðherratíðar sinnar lofað því að halda þingkosningar á réttum tíma, sem alþjóðasamfélagið hefur hvatt til. Ríkisstjórn hans berst nú við að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Þá hefur rannsókn á sprengingunni sem varð í Beirút í fyrra gert ríkisstjórninni erfitt fyrir. Miklar deilur hafa skapast vegna rannsóknarinnar en hún hefur verið stöðvuð nokkrum sinnum vegna kvartana fyrrverandi ráðherra og háttsettra stjórnmálamanna, sem hafa verið skaðir um að hafa hundsað viðvörunarbjöllur um vöruhúsið, sem sprakk, ítrekað. Stjórnmálamenn úr sömu flokkum og þeir sem hafa verið til rannsóknar hafa þá krafið ríkisstjórnina um að skipta Tarek Bitar, dómara og aðalrannsóknarmanninum, út fyrir annan. Síðan þær kröfur voru settar fram hefur Mikati tilkynnt að ríkisstjórnin muni ekki funda um málið fyrr en hún hafi komist að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Líbanon Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Sprenging í Beirút Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Erfitt ástand hefur ríkt í Líbanon undanfarin misseri bæði vegna fjármálakreppunnar, sem Alþjóðabankinn segir þá verstu í nútímasögunni, og vegna stjórnmálakreppunnar sem ríkt hefur. Bráðabirðgastjórn hafði verið við stjórnvölinn í meira en ár og stjórnmálakreppa ríkt þar til Mikati tókst að mynda ríkisstjórn með hjálp Michels Aoun forseta. Líbanski gjaldmiðillinn hefur frá árinu 2019 fallið um 90 prósent í virði og rúm 70 prósent þjóðarinnar sögð búa við fátækt. Þá hefur mikill vöruskortur leikið landið grátt og eldsneytisskortur og lyfjaskortur gert landsmönnum lífið leitt. Mikati hefur frá upphafi forsætisráðherratíðar sinnar lofað því að halda þingkosningar á réttum tíma, sem alþjóðasamfélagið hefur hvatt til. Ríkisstjórn hans berst nú við að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Þá hefur rannsókn á sprengingunni sem varð í Beirút í fyrra gert ríkisstjórninni erfitt fyrir. Miklar deilur hafa skapast vegna rannsóknarinnar en hún hefur verið stöðvuð nokkrum sinnum vegna kvartana fyrrverandi ráðherra og háttsettra stjórnmálamanna, sem hafa verið skaðir um að hafa hundsað viðvörunarbjöllur um vöruhúsið, sem sprakk, ítrekað. Stjórnmálamenn úr sömu flokkum og þeir sem hafa verið til rannsóknar hafa þá krafið ríkisstjórnina um að skipta Tarek Bitar, dómara og aðalrannsóknarmanninum, út fyrir annan. Síðan þær kröfur voru settar fram hefur Mikati tilkynnt að ríkisstjórnin muni ekki funda um málið fyrr en hún hafi komist að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka.
Líbanon Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Sprenging í Beirút Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira