Minnst 150 hafa farist í aurskriðum á Indlandi og Nepal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 17:31 Á annan hundrað hafa farist í flóðum og aurskriðum í norðurhluta Indlands og Nepal undanfarna daga. EPA-EFE/R VIJAYAN Meira en 150 hafa farist undanfarna daga vegna mikilla flóða og aurskriða sem hafa fallið víða í norðurhluta Indlands og Nepal. Hamfarirnar hafa valdið því að vegir og hús hafa horfið undir vatni og aur. Yfirvöld segja að tuga sé enn saknað og samkvæmt upplýsingum úr Uttarakhand héraði í Indlandi hafa 46 farist undanfarna daga og ellefu er enn saknað. Pinarayi Vijayan, héraðsstjór Kerala, tilkynnti í dag að 39 hafi farist í héraðinu. Fréttastofa Al Jazeera greinir frá. Minnst þrjátíu þeirra sem farist hafa í Uttarakhand fórust í hamfararigningum snemma í gærmorgun en rigningarnar ullu því að síðar um daginn féllu tugir aurskriða og fjöldi húsa skemmdist. Fimm þeirra voru í sömu fjölskyldunni, sem var heima hjá sér þegar aurskriða féll á hús þeirra. Fimm til viðbótar fórust í aurskriðu á Almora svæðinu eftir að aurskriða féll á heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu Indlands féllu meira en 400 mm af rigningu á mánudag. Yfirvöld hafa skipað skólum að loka og bannað trúarsamkomur á svæðinu. Í Nepal hafa 77 farist svo vitað sé, 22 eru slasaðir og 26 er enn saknað. Aurskriður eru viðvarandi vandamál í Himlaya-fjöllunum en sérfræðingar segja að þeim fjölgi aðeins eftir því sem rigningatíðir verða óreglulegri og jöklar fjallanna bráðna. Í febrúar fórust um 200 í skyndiflóði í Uttarakhand og minnst 5.700 fórust í héraðinu vegna flóða og aurskriða árið 2013. Veðurfræðingar vara við því að rigningar haldi áfram á svæðinu á næstu dögum. Nepal Indland Náttúruhamfarir Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Yfirvöld segja að tuga sé enn saknað og samkvæmt upplýsingum úr Uttarakhand héraði í Indlandi hafa 46 farist undanfarna daga og ellefu er enn saknað. Pinarayi Vijayan, héraðsstjór Kerala, tilkynnti í dag að 39 hafi farist í héraðinu. Fréttastofa Al Jazeera greinir frá. Minnst þrjátíu þeirra sem farist hafa í Uttarakhand fórust í hamfararigningum snemma í gærmorgun en rigningarnar ullu því að síðar um daginn féllu tugir aurskriða og fjöldi húsa skemmdist. Fimm þeirra voru í sömu fjölskyldunni, sem var heima hjá sér þegar aurskriða féll á hús þeirra. Fimm til viðbótar fórust í aurskriðu á Almora svæðinu eftir að aurskriða féll á heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu Indlands féllu meira en 400 mm af rigningu á mánudag. Yfirvöld hafa skipað skólum að loka og bannað trúarsamkomur á svæðinu. Í Nepal hafa 77 farist svo vitað sé, 22 eru slasaðir og 26 er enn saknað. Aurskriður eru viðvarandi vandamál í Himlaya-fjöllunum en sérfræðingar segja að þeim fjölgi aðeins eftir því sem rigningatíðir verða óreglulegri og jöklar fjallanna bráðna. Í febrúar fórust um 200 í skyndiflóði í Uttarakhand og minnst 5.700 fórust í héraðinu vegna flóða og aurskriða árið 2013. Veðurfræðingar vara við því að rigningar haldi áfram á svæðinu á næstu dögum.
Nepal Indland Náttúruhamfarir Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira