Dr. Football sektaður um hálfa milljón Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2021 16:48 Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar en Hjörvar svaraði ekki ítrekuðum beiðnum frá nefndinni. Hlaðvarp hans Dr. Football hefur nú verið skráð sem fjölmiðill hjá nefndinni og honum gert að greiða hálfa milljón í sekt á brotum laga um fjölmiðla. vísir/egill/skjáskot Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. Fjölmiðlanefnd hefur úrskurðað að fjölmiðlaveita hlaðvarpsins Dr. Football, hafi brotið reglur um fjölmiðla um skráningarskyldu fjölmiðla og bann við viðskiptaboð fyrir áfengi með því að vekja athygli á vörumerkinu Ólafsson Gin. „Kom fram að ginið væri ferskt og gott, frískandi, létt og þægilegt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu nefndarinnar en þar segir að við ákvörðun stjórnvalddssektarfjárhæðar, 500 þúsund króna, hafi verið tekið mið af tekjum af broti, umfangi og alvarleika þess. Og svo því að „fjölmiðillinn Dr. Football varð ekki við ítrekuðum beiðnum Fjölmiðlanefndar um að skrá starfsemi sína og brást ekki við erindum nefndarinnar fyrr en stefnuvottur var sendur að heimili fyrirsvarsmanns hlaðvarpsins.“ Eigandi hlaðvarpsins er fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason en um er að ræða eitt vinsælasta hlaðvarp landsins en þar er, eins og nafnið gefur til kynna, fjallað um fótbolta frá ýmsum hliðum. Þá var jafnframt litið til þess, við ákvörðun sektarfjárhæðar að félag Hjörvars hafi ekki uppfyllt kröfur um skráningu fjölmiðla eða „ákvörðun vegna brota fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins Dr. Football gegn lögum um fjölmiðla.“ Fjölmiðlanefnd telur Dr. Football skráningarskyldan fjölmiðil en tilkynning um skráningu Dr. Football barst Fjölmiðlanefnd 30. ágúst. Ekki liggur fyrir hversu mörg hlaðvörp, sem hlaupa á tugum ef ekki hundruðum á Íslandi, eru skilgreind sem fjölmiðlar af Fjölmiðlanefnd. Segist skotmark Fjölmiðlanefndar Hjörvar var nýverið í ítarlegu viðtali á öðru hlaðvarpi sem heitir Skoðanabræður. Þar var komið inn á þetta álitaefni. Hjörvar, sem var vinsæll útvarpsmaður á FM 957, lýsti því að ástæðan fyrir því að hann fór úr eiginlegum fjölmiðlum yfir í hlaðvarp hafi verið sú að hann hafi viljað fá að „ranta“. „Ég las einhverja grein um að 30 prósent ungmenna hefðu prófað púða í vörina og sagði á þá leið: Þetta er ekki alveg nógu gott, af hverju eru þeir ekki fleiri? Ég hef ekki einu sinni prófað að taka í vörina - þetta var svona einhver brandari,“ segir Hjörvar sem rekur væringar sínar og fjölmiðlanefndar til þeirra ummæla sinna. En þau vöktu talsverða athygli á sínum tíma: „Upp úr þessum leiðindum fer Fjölmiðlanefndin að hjóla í mig. Ég ætla ekki að segja neitt ljótt um Fjölmiðlanefndina,“ segir Hjörvar og bendir á að hann sé upp á náð hennar og miskunn kominn. „Ég ákvað bara að taka góða gæjann á þetta og samþykkti það að ég væri fjölmiðill, sem er mér þvert á geð. Ég hafði engan áhuga á því þannig lagað - ég ætlaði bara að ranta í podcasti.“ „Freknufésið fékk að finna fyrir því“ Hjörvar spurður hvort hann þurfi þá að starfa samkvæmt siðareglum, en svarar því að Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur og kærasta hans hafi kannað málið til hlítar. „Kærastan mín fór í þetta allt saman, hún er lögfræðingur. Hún skoðaði þetta frá a til ö. Hún sagði að samkvæmt Offcom reglum í Bretlandi ertu ekki fjölmiðill og samkvæmt norskum reglum ertu ekki fjölmiðill. Ef þú átt að skrá þig sem fjölmiðill eiga Onlyfans-krakkarnir líka að skrá sig sem fjölmiðil.“ Ljóst er að Hjörvar telur illa að sé að sér vegið af hálfu þessarar opinberu nefndar. „Það var einhvern veginn þannig að það var ákveðið að hjóla í Dr. Football. Þú veist, ég er náttúrulega líka með freknur og við erum jaðarsettur hópur. Það er alltaf hjólað í freknótta gæjann. Hver gerði þetta? Hlýtur að vera freknótti gæinn. Þannig að það var byrjað á freknufésinu, og freknufésið fékk að finna fyrir því.“ Ljóst að Dr. Football lýtur ritstjórn Fjölmiðlanefnd fjallar um erindi Heiðrúnar Lindar í ítarlegri greinargerð sem fylgir tilkynningunni um úrskurðinn. Þar er boðið upp á rökstuðning; hvers vegna meta beri hlaðvarp Hjörvars sem fjölmiðil en ekki eitthvað annað. Þar segir meðal annars: Efni hlaðvarpsins Dr. Football er umfjöllun um knattspyrnu og ræðir Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi við gesti um allt sem henni tengist. Efnistök lúta m.a. að úrslitum leikja, leikmönnum, þjálfurum, málefnum, atburðum og öðru tengdu knattspyrnu bæði hér á landi og erlendis. Hlaðvarpinu er hlaðið upp og dreift á Spotify, Apple Podcasts og með öðrum dreifileiðum í gegnum notendaaðganga hlaðvarpsins á þeim miðlum. Er nýr þáttur gerður aðgengilegur um fjórum sinnum í viku. Eins og áður hefur komið fram bera þættir hlaðvarpsins föst heiti, eins og „Helgaruppgjör Dr. Football“, „Vikulok Dr. Football“ og „Doc Sports Business“. Í þeim síðastnefnda er t.a.m. fjármálahlið knattspyrnuheimsins sérstaklega til umræðu. Í aðdraganda Evrópumótsins í knattspyrnu og Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu í júní 2021 voru tveir þættir hlaðvarpsins Dr. Football sérstaklega tileinkaðir sögu þessara móta. Var sagnfræðingurinn Stefán Pálsson gestur þáttanna. Yfirleitt er hverjum þætti hlaðvarpsins Dr. Football skipt upp í liði. Þegar umræðan færist yfir í t.d. Meistaradeildina í knattspyrnu eða Pepsi Max deildina heyrist ákveðin tónlist eða stef sem gefur til kynna að sú umræða sé að fara af stað. Einnig má finna fasta liði í þáttunum, t.d. „Lemonspurninguna“, „Landsbyggðin með Stuðlabergi fasteignasölu“ og „Skoðun dagsins með Tékklandi bifreiðaskoðun“. Þetta er þó breytilegt milli þátta og þegar ný viðskiptaboð bætast við. Með því að ákveða um hvað er rætt í hverjum þætti, hvort sem það eru úrslit helgarinnar í Pepsi Max deildinni eða saga Evrópumótsins í knattspyrnu, stjórnar þáttastjórnandi vali á efnistökum hvers þáttar. Einnig virðist þáttastjórnandi stýra umræðum að einhverju leyti með því að skipta á 14 milli þeirra með ákveðinni tónlist eða stefi og einnig með því að velja og skipta yfir í ákveðna liði, eins og „Lemonspurninguna“. Að framangreindu virtu er það mat Fjölmiðlanefndar að Hjörvar Hafliðason fari með ritstjórn hlaðvarpsins Dr. Football sem þáttastjórnandi þess. Forræði yfir því efni sem miðlað er, val á efnistökum og skipan efnis er í höndum Hjörvars Hafliðasonar þó að efninu sé dreift á Spotify, Apple Podcasts og annars staðar. Því er ljóst að miðillinn Dr. Football lýtur ritstjórn. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Nikótínpúðar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur úrskurðað að fjölmiðlaveita hlaðvarpsins Dr. Football, hafi brotið reglur um fjölmiðla um skráningarskyldu fjölmiðla og bann við viðskiptaboð fyrir áfengi með því að vekja athygli á vörumerkinu Ólafsson Gin. „Kom fram að ginið væri ferskt og gott, frískandi, létt og þægilegt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu nefndarinnar en þar segir að við ákvörðun stjórnvalddssektarfjárhæðar, 500 þúsund króna, hafi verið tekið mið af tekjum af broti, umfangi og alvarleika þess. Og svo því að „fjölmiðillinn Dr. Football varð ekki við ítrekuðum beiðnum Fjölmiðlanefndar um að skrá starfsemi sína og brást ekki við erindum nefndarinnar fyrr en stefnuvottur var sendur að heimili fyrirsvarsmanns hlaðvarpsins.“ Eigandi hlaðvarpsins er fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason en um er að ræða eitt vinsælasta hlaðvarp landsins en þar er, eins og nafnið gefur til kynna, fjallað um fótbolta frá ýmsum hliðum. Þá var jafnframt litið til þess, við ákvörðun sektarfjárhæðar að félag Hjörvars hafi ekki uppfyllt kröfur um skráningu fjölmiðla eða „ákvörðun vegna brota fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins Dr. Football gegn lögum um fjölmiðla.“ Fjölmiðlanefnd telur Dr. Football skráningarskyldan fjölmiðil en tilkynning um skráningu Dr. Football barst Fjölmiðlanefnd 30. ágúst. Ekki liggur fyrir hversu mörg hlaðvörp, sem hlaupa á tugum ef ekki hundruðum á Íslandi, eru skilgreind sem fjölmiðlar af Fjölmiðlanefnd. Segist skotmark Fjölmiðlanefndar Hjörvar var nýverið í ítarlegu viðtali á öðru hlaðvarpi sem heitir Skoðanabræður. Þar var komið inn á þetta álitaefni. Hjörvar, sem var vinsæll útvarpsmaður á FM 957, lýsti því að ástæðan fyrir því að hann fór úr eiginlegum fjölmiðlum yfir í hlaðvarp hafi verið sú að hann hafi viljað fá að „ranta“. „Ég las einhverja grein um að 30 prósent ungmenna hefðu prófað púða í vörina og sagði á þá leið: Þetta er ekki alveg nógu gott, af hverju eru þeir ekki fleiri? Ég hef ekki einu sinni prófað að taka í vörina - þetta var svona einhver brandari,“ segir Hjörvar sem rekur væringar sínar og fjölmiðlanefndar til þeirra ummæla sinna. En þau vöktu talsverða athygli á sínum tíma: „Upp úr þessum leiðindum fer Fjölmiðlanefndin að hjóla í mig. Ég ætla ekki að segja neitt ljótt um Fjölmiðlanefndina,“ segir Hjörvar og bendir á að hann sé upp á náð hennar og miskunn kominn. „Ég ákvað bara að taka góða gæjann á þetta og samþykkti það að ég væri fjölmiðill, sem er mér þvert á geð. Ég hafði engan áhuga á því þannig lagað - ég ætlaði bara að ranta í podcasti.“ „Freknufésið fékk að finna fyrir því“ Hjörvar spurður hvort hann þurfi þá að starfa samkvæmt siðareglum, en svarar því að Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur og kærasta hans hafi kannað málið til hlítar. „Kærastan mín fór í þetta allt saman, hún er lögfræðingur. Hún skoðaði þetta frá a til ö. Hún sagði að samkvæmt Offcom reglum í Bretlandi ertu ekki fjölmiðill og samkvæmt norskum reglum ertu ekki fjölmiðill. Ef þú átt að skrá þig sem fjölmiðill eiga Onlyfans-krakkarnir líka að skrá sig sem fjölmiðil.“ Ljóst er að Hjörvar telur illa að sé að sér vegið af hálfu þessarar opinberu nefndar. „Það var einhvern veginn þannig að það var ákveðið að hjóla í Dr. Football. Þú veist, ég er náttúrulega líka með freknur og við erum jaðarsettur hópur. Það er alltaf hjólað í freknótta gæjann. Hver gerði þetta? Hlýtur að vera freknótti gæinn. Þannig að það var byrjað á freknufésinu, og freknufésið fékk að finna fyrir því.“ Ljóst að Dr. Football lýtur ritstjórn Fjölmiðlanefnd fjallar um erindi Heiðrúnar Lindar í ítarlegri greinargerð sem fylgir tilkynningunni um úrskurðinn. Þar er boðið upp á rökstuðning; hvers vegna meta beri hlaðvarp Hjörvars sem fjölmiðil en ekki eitthvað annað. Þar segir meðal annars: Efni hlaðvarpsins Dr. Football er umfjöllun um knattspyrnu og ræðir Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi við gesti um allt sem henni tengist. Efnistök lúta m.a. að úrslitum leikja, leikmönnum, þjálfurum, málefnum, atburðum og öðru tengdu knattspyrnu bæði hér á landi og erlendis. Hlaðvarpinu er hlaðið upp og dreift á Spotify, Apple Podcasts og með öðrum dreifileiðum í gegnum notendaaðganga hlaðvarpsins á þeim miðlum. Er nýr þáttur gerður aðgengilegur um fjórum sinnum í viku. Eins og áður hefur komið fram bera þættir hlaðvarpsins föst heiti, eins og „Helgaruppgjör Dr. Football“, „Vikulok Dr. Football“ og „Doc Sports Business“. Í þeim síðastnefnda er t.a.m. fjármálahlið knattspyrnuheimsins sérstaklega til umræðu. Í aðdraganda Evrópumótsins í knattspyrnu og Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu í júní 2021 voru tveir þættir hlaðvarpsins Dr. Football sérstaklega tileinkaðir sögu þessara móta. Var sagnfræðingurinn Stefán Pálsson gestur þáttanna. Yfirleitt er hverjum þætti hlaðvarpsins Dr. Football skipt upp í liði. Þegar umræðan færist yfir í t.d. Meistaradeildina í knattspyrnu eða Pepsi Max deildina heyrist ákveðin tónlist eða stef sem gefur til kynna að sú umræða sé að fara af stað. Einnig má finna fasta liði í þáttunum, t.d. „Lemonspurninguna“, „Landsbyggðin með Stuðlabergi fasteignasölu“ og „Skoðun dagsins með Tékklandi bifreiðaskoðun“. Þetta er þó breytilegt milli þátta og þegar ný viðskiptaboð bætast við. Með því að ákveða um hvað er rætt í hverjum þætti, hvort sem það eru úrslit helgarinnar í Pepsi Max deildinni eða saga Evrópumótsins í knattspyrnu, stjórnar þáttastjórnandi vali á efnistökum hvers þáttar. Einnig virðist þáttastjórnandi stýra umræðum að einhverju leyti með því að skipta á 14 milli þeirra með ákveðinni tónlist eða stefi og einnig með því að velja og skipta yfir í ákveðna liði, eins og „Lemonspurninguna“. Að framangreindu virtu er það mat Fjölmiðlanefndar að Hjörvar Hafliðason fari með ritstjórn hlaðvarpsins Dr. Football sem þáttastjórnandi þess. Forræði yfir því efni sem miðlað er, val á efnistökum og skipan efnis er í höndum Hjörvars Hafliðasonar þó að efninu sé dreift á Spotify, Apple Podcasts og annars staðar. Því er ljóst að miðillinn Dr. Football lýtur ritstjórn.
Efni hlaðvarpsins Dr. Football er umfjöllun um knattspyrnu og ræðir Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi við gesti um allt sem henni tengist. Efnistök lúta m.a. að úrslitum leikja, leikmönnum, þjálfurum, málefnum, atburðum og öðru tengdu knattspyrnu bæði hér á landi og erlendis. Hlaðvarpinu er hlaðið upp og dreift á Spotify, Apple Podcasts og með öðrum dreifileiðum í gegnum notendaaðganga hlaðvarpsins á þeim miðlum. Er nýr þáttur gerður aðgengilegur um fjórum sinnum í viku. Eins og áður hefur komið fram bera þættir hlaðvarpsins föst heiti, eins og „Helgaruppgjör Dr. Football“, „Vikulok Dr. Football“ og „Doc Sports Business“. Í þeim síðastnefnda er t.a.m. fjármálahlið knattspyrnuheimsins sérstaklega til umræðu. Í aðdraganda Evrópumótsins í knattspyrnu og Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu í júní 2021 voru tveir þættir hlaðvarpsins Dr. Football sérstaklega tileinkaðir sögu þessara móta. Var sagnfræðingurinn Stefán Pálsson gestur þáttanna. Yfirleitt er hverjum þætti hlaðvarpsins Dr. Football skipt upp í liði. Þegar umræðan færist yfir í t.d. Meistaradeildina í knattspyrnu eða Pepsi Max deildina heyrist ákveðin tónlist eða stef sem gefur til kynna að sú umræða sé að fara af stað. Einnig má finna fasta liði í þáttunum, t.d. „Lemonspurninguna“, „Landsbyggðin með Stuðlabergi fasteignasölu“ og „Skoðun dagsins með Tékklandi bifreiðaskoðun“. Þetta er þó breytilegt milli þátta og þegar ný viðskiptaboð bætast við. Með því að ákveða um hvað er rætt í hverjum þætti, hvort sem það eru úrslit helgarinnar í Pepsi Max deildinni eða saga Evrópumótsins í knattspyrnu, stjórnar þáttastjórnandi vali á efnistökum hvers þáttar. Einnig virðist þáttastjórnandi stýra umræðum að einhverju leyti með því að skipta á 14 milli þeirra með ákveðinni tónlist eða stefi og einnig með því að velja og skipta yfir í ákveðna liði, eins og „Lemonspurninguna“. Að framangreindu virtu er það mat Fjölmiðlanefndar að Hjörvar Hafliðason fari með ritstjórn hlaðvarpsins Dr. Football sem þáttastjórnandi þess. Forræði yfir því efni sem miðlað er, val á efnistökum og skipan efnis er í höndum Hjörvars Hafliðasonar þó að efninu sé dreift á Spotify, Apple Podcasts og annars staðar. Því er ljóst að miðillinn Dr. Football lýtur ritstjórn.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Nikótínpúðar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira