Áhorfandi þurfti að gefa Tom Brady aftur bolta sem var meira en 64 milljóna virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 09:31 Áhorfandinn gefur hér boltann aftur til búningstjóra Tampa Bay liðsins en til hægri þakkar Tom Brady áhorfendum eftir leik. Samsett/AP/Jason Behnken Tom Brady varð í gær fyrsti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar til að gefa sex hundruð snertimarkssendingar en því náði kappinn í sannfærandi 38-3 sigri Tampa Bay Buccaneers á Chicago Bears. Brady gaf þessa sögulega sendingu strax í fyrsta leikhlutanum þegar hann fann útherjann Mike Evans. Evans var aftur á móti ekki alveg með söguna á hreinu. Evans hljóp nefnilega með boltann upp í stúku og gaf einum kátum stuðningsmanni Tampa Bay Buccaneers liðsins. Brady vildi auðvitað fá boltann og búningsstjóri Tampa Bay Buccaneers fór því til áhorfandans og fékk hann til að skipta á boltum. Mike Evans accidentally gave a fan Tom Brady's 600th TD ball and the Bucs had to negotiate to get it back (via @NFLonCBS)pic.twitter.com/j0hfiBPQ1t— Bleacher Report (@BleacherReport) October 24, 2021 Sérfræðingar voru hins vegar fljótir að benda á það að áhorfandinn hefði þarna tapað að minnsta kosti fimm hundruð þúsund Bandaríkjadölum eða meira en 64 milljónum króna. Boltinn hefði líklega verið enn meira virði á endursölumarkaðu. Þarna var besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar að ná tímamótaárangri sem ólíklegt er að nokkur annar leikstjórnandi muni ná. Brady var þegar búinn að eignast metið yfir flestar snertimarkssendingar en Drew Brees var með 571 þegar hann setti skóna upp á hillu eftir síðasta tímabil. Það voru því margir sem vildu að umræddur áhorfandi fengi miklu meira en annan bolta eða áritaða treyju frá Tom Brady. Það má búast við því að einhverjir fjölmiðlar í Tampa Bay munu ræða við hann í vikunni. Fan gets Tom Brady s 600th TD ball after Mike Evans handed it to him not realizing what it was. The Bucs staff came over to ask for it back and fan complied. Just spoke with @KenGoldin of @GoldinAuctions. Said the ball is worth $500,000 at minimum.— Darren Rovell (@darrenrovell) October 24, 2021 NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Brady gaf þessa sögulega sendingu strax í fyrsta leikhlutanum þegar hann fann útherjann Mike Evans. Evans var aftur á móti ekki alveg með söguna á hreinu. Evans hljóp nefnilega með boltann upp í stúku og gaf einum kátum stuðningsmanni Tampa Bay Buccaneers liðsins. Brady vildi auðvitað fá boltann og búningsstjóri Tampa Bay Buccaneers fór því til áhorfandans og fékk hann til að skipta á boltum. Mike Evans accidentally gave a fan Tom Brady's 600th TD ball and the Bucs had to negotiate to get it back (via @NFLonCBS)pic.twitter.com/j0hfiBPQ1t— Bleacher Report (@BleacherReport) October 24, 2021 Sérfræðingar voru hins vegar fljótir að benda á það að áhorfandinn hefði þarna tapað að minnsta kosti fimm hundruð þúsund Bandaríkjadölum eða meira en 64 milljónum króna. Boltinn hefði líklega verið enn meira virði á endursölumarkaðu. Þarna var besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar að ná tímamótaárangri sem ólíklegt er að nokkur annar leikstjórnandi muni ná. Brady var þegar búinn að eignast metið yfir flestar snertimarkssendingar en Drew Brees var með 571 þegar hann setti skóna upp á hillu eftir síðasta tímabil. Það voru því margir sem vildu að umræddur áhorfandi fengi miklu meira en annan bolta eða áritaða treyju frá Tom Brady. Það má búast við því að einhverjir fjölmiðlar í Tampa Bay munu ræða við hann í vikunni. Fan gets Tom Brady s 600th TD ball after Mike Evans handed it to him not realizing what it was. The Bucs staff came over to ask for it back and fan complied. Just spoke with @KenGoldin of @GoldinAuctions. Said the ball is worth $500,000 at minimum.— Darren Rovell (@darrenrovell) October 24, 2021
NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira