Áhorfandi þurfti að gefa Tom Brady aftur bolta sem var meira en 64 milljóna virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 09:31 Áhorfandinn gefur hér boltann aftur til búningstjóra Tampa Bay liðsins en til hægri þakkar Tom Brady áhorfendum eftir leik. Samsett/AP/Jason Behnken Tom Brady varð í gær fyrsti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar til að gefa sex hundruð snertimarkssendingar en því náði kappinn í sannfærandi 38-3 sigri Tampa Bay Buccaneers á Chicago Bears. Brady gaf þessa sögulega sendingu strax í fyrsta leikhlutanum þegar hann fann útherjann Mike Evans. Evans var aftur á móti ekki alveg með söguna á hreinu. Evans hljóp nefnilega með boltann upp í stúku og gaf einum kátum stuðningsmanni Tampa Bay Buccaneers liðsins. Brady vildi auðvitað fá boltann og búningsstjóri Tampa Bay Buccaneers fór því til áhorfandans og fékk hann til að skipta á boltum. Mike Evans accidentally gave a fan Tom Brady's 600th TD ball and the Bucs had to negotiate to get it back (via @NFLonCBS)pic.twitter.com/j0hfiBPQ1t— Bleacher Report (@BleacherReport) October 24, 2021 Sérfræðingar voru hins vegar fljótir að benda á það að áhorfandinn hefði þarna tapað að minnsta kosti fimm hundruð þúsund Bandaríkjadölum eða meira en 64 milljónum króna. Boltinn hefði líklega verið enn meira virði á endursölumarkaðu. Þarna var besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar að ná tímamótaárangri sem ólíklegt er að nokkur annar leikstjórnandi muni ná. Brady var þegar búinn að eignast metið yfir flestar snertimarkssendingar en Drew Brees var með 571 þegar hann setti skóna upp á hillu eftir síðasta tímabil. Það voru því margir sem vildu að umræddur áhorfandi fengi miklu meira en annan bolta eða áritaða treyju frá Tom Brady. Það má búast við því að einhverjir fjölmiðlar í Tampa Bay munu ræða við hann í vikunni. Fan gets Tom Brady s 600th TD ball after Mike Evans handed it to him not realizing what it was. The Bucs staff came over to ask for it back and fan complied. Just spoke with @KenGoldin of @GoldinAuctions. Said the ball is worth $500,000 at minimum.— Darren Rovell (@darrenrovell) October 24, 2021 NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Brady gaf þessa sögulega sendingu strax í fyrsta leikhlutanum þegar hann fann útherjann Mike Evans. Evans var aftur á móti ekki alveg með söguna á hreinu. Evans hljóp nefnilega með boltann upp í stúku og gaf einum kátum stuðningsmanni Tampa Bay Buccaneers liðsins. Brady vildi auðvitað fá boltann og búningsstjóri Tampa Bay Buccaneers fór því til áhorfandans og fékk hann til að skipta á boltum. Mike Evans accidentally gave a fan Tom Brady's 600th TD ball and the Bucs had to negotiate to get it back (via @NFLonCBS)pic.twitter.com/j0hfiBPQ1t— Bleacher Report (@BleacherReport) October 24, 2021 Sérfræðingar voru hins vegar fljótir að benda á það að áhorfandinn hefði þarna tapað að minnsta kosti fimm hundruð þúsund Bandaríkjadölum eða meira en 64 milljónum króna. Boltinn hefði líklega verið enn meira virði á endursölumarkaðu. Þarna var besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar að ná tímamótaárangri sem ólíklegt er að nokkur annar leikstjórnandi muni ná. Brady var þegar búinn að eignast metið yfir flestar snertimarkssendingar en Drew Brees var með 571 þegar hann setti skóna upp á hillu eftir síðasta tímabil. Það voru því margir sem vildu að umræddur áhorfandi fengi miklu meira en annan bolta eða áritaða treyju frá Tom Brady. Það má búast við því að einhverjir fjölmiðlar í Tampa Bay munu ræða við hann í vikunni. Fan gets Tom Brady s 600th TD ball after Mike Evans handed it to him not realizing what it was. The Bucs staff came over to ask for it back and fan complied. Just spoke with @KenGoldin of @GoldinAuctions. Said the ball is worth $500,000 at minimum.— Darren Rovell (@darrenrovell) October 24, 2021
NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira