Ástæða til að hafa áhyggjur af svartnættinu yfir tengdasyni Mosfellsbæjar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 12:31 Patrick Mahomes liggur í grasinu eftir að hafa fengið mjög þungt högg. Hann spilaði ekki meira í leiknum eftir það. AP/Mark Zaleski Tveir af öflugustu leikstjórnendum NFL-deildarinnar komust lítið áleiðis í leikjum sjöundu umferðarinnar í gær en ekkert stoppar Kardinálana úr eyðimörkinni og þá unnu Cincinnati Bengals, Tampa Bay Buccaneers, Tennessee Titans og Green Bay Packers öll flotta sigra. Hvað er eiginlega í gangi hjá Patrick Mahomes og félögum í liði Kansas City Chiefs? Það er von að menn spyrji sig af því eftir 27-3 skell á móti Tennessee Titans um helgina. Það hefur verið vitað lengi að varnarleikur Chiefs liðsins er í molum en í þessum leik var sóknarleikurinn hrein hörmung og þetta frábæra sóknarlið skoraði ekki eitt snertimark í leiknum. Titan Up @616evans4 intercepts the pass! : #KCvsTEN on CBS : NFL app pic.twitter.com/IUrZUnSymU— NFL (@NFL) October 24, 2021 Mahomes kastaði boltanum einu sinni frá sér, missti boltann einu sinni og fékk síðan mjög slæmt högg í lokin sem leit ekki vel út. Mahomes kom ekki meira við sögu en þjálfarinn sagði eftir leikinn að hann hefði vel getað farið inn á völlinn en liðið væri ekki búið að tapa. Staðreyndin er annar skellur Chiefs í síðustu þremur leikjum og fjórða tapið í fyrstu sjö leikjunum. Lið Tennessee Titans vann þarna sinn þriðja leik í röð og fimmta í sjö leikjum. Hlauparinn Derrick Henry var sterkur að vanda og útherjinn A.J. Brown var einnig mjög öflugur. JA'MARR CHASE CANNOT BE STOPPED. #RuleTheJungle : #BALvsCIN on CBS : NFL app pic.twitter.com/CUraDu6WvG— NFL (@NFL) October 24, 2021 Önnur stórmerkileg úrslit frá því í gær var 41-17 stórsigur Cincinnati Bengals á Lamar Jackson og félögum í Baltimore Ravens þar sem leikstjórnandinn Joe Burrow og nýliðinn Ja'Marr Chase sýndu enn á ný hversu vel þeir ná saman. Útherjinn Chase er orðinn einn sá allra besti í deildinni á fyrsta ári. 6 0 0 for @TomBrady. #GoBucs : #CHIvsTB on CBS : NFL app pic.twitter.com/aK7YvheN3m— NFL (@NFL) October 24, 2021 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru áfram á fleygiferð og átti ekki í miklum vandræðum í 38-3 sigri á Brady átti fjórar snertimarkssendingar og ein af þeim var númer sex hundruð á ferlinum sem að sjálfsögðu löngu orðið met. Bucs skoraði 35 stig í fyrri hálfleik en tók því rólega eftir það. ZACH ERTZ 47-YARD TD CATCH. @ZERTZ_86 #NationalTightEndsDay #RedSea : #HOUvsAZ on CBS : NFL app pic.twitter.com/3Xx5qgQoIz— NFL (@NFL) October 24, 2021 Arizona Cardinals er eina liðið sem hefur unnið alla sjö leiki sína en liðið vann 31-5 sigur á Houston Texans í gær. Cardinals skoraði reyndar ekki í fyrsta leikhluta og lenti 5-0 undir en endaði leikinn á 31-0 spretti. Kyler Murray og félagar litu ekki alltof vel út en unnu engu að síður öruggan sigur. This 59-yard catch gives @CooperKupp his fourth 100-yard game of the season! #RamsHouse : #DETvsLAR on FOX : NFL app pic.twitter.com/2dEZr6GTw5— NFL (@NFL) October 24, 2021 Los Angeles Rams er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum eftir 28-19 sigur á Detroit Lions í gær en þarna mættust liðin í fyrsta sinn eftir að þau skiptust á leikstjórnendum. Jared Goff og félagar hjá Detriot hafa tapað öllum leikjum sínum í vetur en byrjuðu ágætlega. Kollegi hans Matthew Stafford átti svörin og ekki síst í því að finna útherjann frábæra Cooper Kupp. Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers er nú búnir að vinna sex leiki í röð eftir stóra skellinn í fyrsta leik. Green Bay vann 24-10 sigur á Washington í gær. Stóra prófið er á fimmtudaginn þegar þeir mæta toppliði Arizona Cardinals. Every touchdown from NFL RedZone in Week 7! pic.twitter.com/e55rigSNFt— NFL (@NFL) October 25, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: (Útiliðið er á undan) Philadelphia Eagles 22-33 Las Vegas Raiders Detroit Lions 19-28 Los Angeles Rams Houston Texans 5-31 Arizona Cardinals Chicago Bears 3-38 Tampa Bay Buccaneers Carolina Panthers 3-25 New York Giants Atlanta Falcons 30-28 Miami Dolphins Washington Football Team 10-24 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 3-27 Tennessee Titans New York Jets 13-54 New England Patriots Cincinnati Bengals 41-17 Baltimore Ravens Indianapolis Colts 30-18 San Francisco 49ers NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Hvað er eiginlega í gangi hjá Patrick Mahomes og félögum í liði Kansas City Chiefs? Það er von að menn spyrji sig af því eftir 27-3 skell á móti Tennessee Titans um helgina. Það hefur verið vitað lengi að varnarleikur Chiefs liðsins er í molum en í þessum leik var sóknarleikurinn hrein hörmung og þetta frábæra sóknarlið skoraði ekki eitt snertimark í leiknum. Titan Up @616evans4 intercepts the pass! : #KCvsTEN on CBS : NFL app pic.twitter.com/IUrZUnSymU— NFL (@NFL) October 24, 2021 Mahomes kastaði boltanum einu sinni frá sér, missti boltann einu sinni og fékk síðan mjög slæmt högg í lokin sem leit ekki vel út. Mahomes kom ekki meira við sögu en þjálfarinn sagði eftir leikinn að hann hefði vel getað farið inn á völlinn en liðið væri ekki búið að tapa. Staðreyndin er annar skellur Chiefs í síðustu þremur leikjum og fjórða tapið í fyrstu sjö leikjunum. Lið Tennessee Titans vann þarna sinn þriðja leik í röð og fimmta í sjö leikjum. Hlauparinn Derrick Henry var sterkur að vanda og útherjinn A.J. Brown var einnig mjög öflugur. JA'MARR CHASE CANNOT BE STOPPED. #RuleTheJungle : #BALvsCIN on CBS : NFL app pic.twitter.com/CUraDu6WvG— NFL (@NFL) October 24, 2021 Önnur stórmerkileg úrslit frá því í gær var 41-17 stórsigur Cincinnati Bengals á Lamar Jackson og félögum í Baltimore Ravens þar sem leikstjórnandinn Joe Burrow og nýliðinn Ja'Marr Chase sýndu enn á ný hversu vel þeir ná saman. Útherjinn Chase er orðinn einn sá allra besti í deildinni á fyrsta ári. 6 0 0 for @TomBrady. #GoBucs : #CHIvsTB on CBS : NFL app pic.twitter.com/aK7YvheN3m— NFL (@NFL) October 24, 2021 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru áfram á fleygiferð og átti ekki í miklum vandræðum í 38-3 sigri á Brady átti fjórar snertimarkssendingar og ein af þeim var númer sex hundruð á ferlinum sem að sjálfsögðu löngu orðið met. Bucs skoraði 35 stig í fyrri hálfleik en tók því rólega eftir það. ZACH ERTZ 47-YARD TD CATCH. @ZERTZ_86 #NationalTightEndsDay #RedSea : #HOUvsAZ on CBS : NFL app pic.twitter.com/3Xx5qgQoIz— NFL (@NFL) October 24, 2021 Arizona Cardinals er eina liðið sem hefur unnið alla sjö leiki sína en liðið vann 31-5 sigur á Houston Texans í gær. Cardinals skoraði reyndar ekki í fyrsta leikhluta og lenti 5-0 undir en endaði leikinn á 31-0 spretti. Kyler Murray og félagar litu ekki alltof vel út en unnu engu að síður öruggan sigur. This 59-yard catch gives @CooperKupp his fourth 100-yard game of the season! #RamsHouse : #DETvsLAR on FOX : NFL app pic.twitter.com/2dEZr6GTw5— NFL (@NFL) October 24, 2021 Los Angeles Rams er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum eftir 28-19 sigur á Detroit Lions í gær en þarna mættust liðin í fyrsta sinn eftir að þau skiptust á leikstjórnendum. Jared Goff og félagar hjá Detriot hafa tapað öllum leikjum sínum í vetur en byrjuðu ágætlega. Kollegi hans Matthew Stafford átti svörin og ekki síst í því að finna útherjann frábæra Cooper Kupp. Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers er nú búnir að vinna sex leiki í röð eftir stóra skellinn í fyrsta leik. Green Bay vann 24-10 sigur á Washington í gær. Stóra prófið er á fimmtudaginn þegar þeir mæta toppliði Arizona Cardinals. Every touchdown from NFL RedZone in Week 7! pic.twitter.com/e55rigSNFt— NFL (@NFL) October 25, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: (Útiliðið er á undan) Philadelphia Eagles 22-33 Las Vegas Raiders Detroit Lions 19-28 Los Angeles Rams Houston Texans 5-31 Arizona Cardinals Chicago Bears 3-38 Tampa Bay Buccaneers Carolina Panthers 3-25 New York Giants Atlanta Falcons 30-28 Miami Dolphins Washington Football Team 10-24 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 3-27 Tennessee Titans New York Jets 13-54 New England Patriots Cincinnati Bengals 41-17 Baltimore Ravens Indianapolis Colts 30-18 San Francisco 49ers
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: (Útiliðið er á undan) Philadelphia Eagles 22-33 Las Vegas Raiders Detroit Lions 19-28 Los Angeles Rams Houston Texans 5-31 Arizona Cardinals Chicago Bears 3-38 Tampa Bay Buccaneers Carolina Panthers 3-25 New York Giants Atlanta Falcons 30-28 Miami Dolphins Washington Football Team 10-24 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 3-27 Tennessee Titans New York Jets 13-54 New England Patriots Cincinnati Bengals 41-17 Baltimore Ravens Indianapolis Colts 30-18 San Francisco 49ers
NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira