Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:31 Íslensk sundmenning hefur greinilega vakið upp spurningar hjá blaðamanni Vogue, sem tók nokkrar íslenskar konur á tal um Íslendinga og almenningssund. Vogue/Skjáskot Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. „Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér. Sundlaugar Menning Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.
Sundlaugar Menning Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira