Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 16:41 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa á fundi með Landskjörstjórn á dögunum. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Framkvæmd endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í lok september hefur dregið dilk á eftir sér. Auk þeirra tólf sem kærðu kosningarnar til Alþingis voru kosningarnar kærðar til lögreglu. Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn og boðið meðlimum yfirkjörstjórnar í kjördæminu að ljúka málinu með greiðslu sektar. Meðlimir hafa hafnað því að greiða sektina. Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna standa yfir. Forsætisráðherra hefur sagt að Alþingi verði ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segir daginn í dag hafa verið stórtíðindalausan. Rætt hafi verið við hluta kærenda á föstudag og þeir síðustu komið fyrir nefndina í dag. Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Við gáfum þeim kost á að fylgja kærunni sinni eftir munnlega,“ segir Birgir. Fundurinn sem hófst klukkan 10:30 stóð yfir til klukkan að ganga þrjú. „Næstu daga höldum við áfram að púsla einhverju saman. Sjá hvaða upplýsingar okkur vantar til að fylla myndina.“ Næstu tveir dagar fari líkast til í það, kalla skriflega eftir upplýsingum eða boða fleiri gesti á fund. „Svo í framhaldinu þegar við teljum okkur vera komin með þann gagnapakka sem við þurfum förum við að setjast yfir þá þætti sem eru matskenndir, hvernig eigi að túlka málavexti og þann lagaramma sem við þurfum að fara eftir.“ Undirbúningsnefnd skilar af sér drögum eða tillögum að nefndaráliti sem gengur til kjörbréfanefndar, sem kosin verður á þingsetningarfundi þegar Alþingi kemur saman. „Það má ætla að það verði að mestu leyti sama fólkið í kjörbréfanefndinni,“ segir Birgir. Undirbúningsnefndin hafi ekki vald til að taka neinar endanlegar ákvarðarnir heldur skili kjörbréfanefnd niðurstöðu til þingsins sem þarf að taka afstöðu til málsins.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira