Ríkarður Örn Pálsson fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2021 08:41 Íslendingar kannast margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda hér á landi í upphafi tíunda áratugarins. Ísmús Ríkarður Örn Pálsson, tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, er látinn, 75 ára að aldri. Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“ Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“
Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira