Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 12:15 Vanda Sigurgeirsdóttir er til viðtals í afar veglegri grein The Athletic um krísuna innan KSÍ. vísir/Hulda Margrét Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira