Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2021 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. Áttatíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og eru nú þrettán inniliggjandi. Einn er á gjörgæslu líkt og í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hertar aðgerðir á teikniborðinu eins og er en að hann eigi í stöðugu samtali við sinn ráðherra. Staðan sé mjög viðkvæm og því seinna sem er brugðist við því erfiðara sé að ná fjölda smitaðra niður. 2.000 manns mega nú koma saman og sóttvarnalæknir segir stöðuna alvarlega. „Ég er búinn að tala um þetta langan tíma og það er alltaf verið að spyrja mig um þetta sama. Ég er alltaf að segja og benda á það sama. Ýmist er það kallað hræðsluáróður eða maður sé ekki með hlutina alveg í réttu ljósi. Ég veit ekki hvað þarf til til að menn sjái þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þar segist hann ekki bara eiga við stjórnvöld. „Ég er að tala um fjölmiðla til dæmis, hvernig þeir ræða um þessi mál. Almenning og áhrifamenn og stjórnvöld þar á meðal. Meðan það er ekki samstaða um þetta og menn eru ekki að sjá að það þurfi að halda þessu á þessum nótum þá er mjög erfitt að eiga við þetta. Við erum varla fyrr búin að ná faraldrinum niður og ná góðri stöðu þá vilja menn hætta öllu og þá byrjar þessi leikur upp á nýtt. Staðan er bara þannig og það er bara spurning hvernig tökum viljum við ná á þessu,“ segir Þórólfur.Finnst þér þú ekki njóta stuðnings hjá stjórnvöldum?„Ég nýt stuðnings míns ráðherra en ríkisstjórnin heyrist mér ekki standa einhuga á bak við þetta. Það er algjörlega ljóst. Og svo stjórnvöld, margir hverjir og umræðan í fjölmiðlum er þannig að menn eru ekki núna á þessari línu greinilega, margir hverjir. Auðvitað eru margir sem sjá þetta í þessu ljósi og þá erum við alltaf að brenna okkur á þessu aftur og aftur,“ segir Þórólfur.Hann segist vera í samtali við heilbrigðisráðherra og fleiri um stöðuna. Hann sé ekki farinn að huga að minnisblaði um hertar aðgerðir að svo stöddu en staðan sé metin dag frá degi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Áttatíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og eru nú þrettán inniliggjandi. Einn er á gjörgæslu líkt og í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hertar aðgerðir á teikniborðinu eins og er en að hann eigi í stöðugu samtali við sinn ráðherra. Staðan sé mjög viðkvæm og því seinna sem er brugðist við því erfiðara sé að ná fjölda smitaðra niður. 2.000 manns mega nú koma saman og sóttvarnalæknir segir stöðuna alvarlega. „Ég er búinn að tala um þetta langan tíma og það er alltaf verið að spyrja mig um þetta sama. Ég er alltaf að segja og benda á það sama. Ýmist er það kallað hræðsluáróður eða maður sé ekki með hlutina alveg í réttu ljósi. Ég veit ekki hvað þarf til til að menn sjái þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þar segist hann ekki bara eiga við stjórnvöld. „Ég er að tala um fjölmiðla til dæmis, hvernig þeir ræða um þessi mál. Almenning og áhrifamenn og stjórnvöld þar á meðal. Meðan það er ekki samstaða um þetta og menn eru ekki að sjá að það þurfi að halda þessu á þessum nótum þá er mjög erfitt að eiga við þetta. Við erum varla fyrr búin að ná faraldrinum niður og ná góðri stöðu þá vilja menn hætta öllu og þá byrjar þessi leikur upp á nýtt. Staðan er bara þannig og það er bara spurning hvernig tökum viljum við ná á þessu,“ segir Þórólfur.Finnst þér þú ekki njóta stuðnings hjá stjórnvöldum?„Ég nýt stuðnings míns ráðherra en ríkisstjórnin heyrist mér ekki standa einhuga á bak við þetta. Það er algjörlega ljóst. Og svo stjórnvöld, margir hverjir og umræðan í fjölmiðlum er þannig að menn eru ekki núna á þessari línu greinilega, margir hverjir. Auðvitað eru margir sem sjá þetta í þessu ljósi og þá erum við alltaf að brenna okkur á þessu aftur og aftur,“ segir Þórólfur.Hann segist vera í samtali við heilbrigðisráðherra og fleiri um stöðuna. Hann sé ekki farinn að huga að minnisblaði um hertar aðgerðir að svo stöddu en staðan sé metin dag frá degi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira