Telja blekkjandi að tala um tengitvinnbíla sem „nýorkubíla“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2021 10:21 Tengitvinnbílar hafa verið vinsælir undanfarin ár. Hægt er að stinga þeim í samband og keyra styttri vegalengdir á rafmagni. Rafhlaðan er hins vegar þung og þegar bíllinn eykur á bensíni getur hann eytt meiru en venjulegir bensínbílar. Íslensk stjórnvöld ættu að hætta að nota hugtakið nýorkubíla þar sem undir það falla bílar sem brenna bensíni- og olíu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja hugtakið blekkjandi og að það hjálpi ekki til við orkuskipti. Nýorkubílar eru þeir sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að bæði hreinir rafbílar og tengitvinnbílar, sem hægt er að hlaða en ganga aðallega fyrir jarðefnaeldsneyti, teljast hvorir tveggja nýorkubílar. Í ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtakanna sem fór fram í vikunni er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sökuð um að ýkja árangur ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum í samgöngum og villa um fyrir neytendum. Vísa þau til blaðagreinar hennar í sumar þar sem hún sagði hlutfall nýskráðra nýorkubíla hafa verið 45% árið 2020 og að það hafi verið næsthæsta hlutfall slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi. Samtökin benda á að tengitvinnbílar séu oft eyðslufrekari en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Rafhlaðan geri þá umtalsvert þyngri. Um leið og hún tæmist keyri bíllinn á bensíni. Samkvæmt núverandi skilgreiningu stjórnvalda teljast 52% nýseldra bíla það sem af er þessu ári nýorkubílar. Hins vegar séu hreinir rafbílar aðeins 24% af heildinni en tengitvinnbílar 28%. „Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir mengandi eldsneyti, þar af 28% að hluta,“ segir í ályktun Náttúruverndarsamtakanna. Hvetja þau stjórnvöld til þess að banna innflutning á nýjum bensín- og dísilbílum strax frá og með árinu 2025, þar á meðal tengitvinnbílum. Annars auki stór hluti bílaflotans losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að draga úr henni. Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Nýorkubílar eru þeir sem ganga að hluta eða heild fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Það þýðir að bæði hreinir rafbílar og tengitvinnbílar, sem hægt er að hlaða en ganga aðallega fyrir jarðefnaeldsneyti, teljast hvorir tveggja nýorkubílar. Í ályktun aðalfundar Náttúruverndarsamtakanna sem fór fram í vikunni er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sökuð um að ýkja árangur ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum í samgöngum og villa um fyrir neytendum. Vísa þau til blaðagreinar hennar í sumar þar sem hún sagði hlutfall nýskráðra nýorkubíla hafa verið 45% árið 2020 og að það hafi verið næsthæsta hlutfall slíkra bíla í heiminum á eftir Noregi. Samtökin benda á að tengitvinnbílar séu oft eyðslufrekari en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Rafhlaðan geri þá umtalsvert þyngri. Um leið og hún tæmist keyri bíllinn á bensíni. Samkvæmt núverandi skilgreiningu stjórnvalda teljast 52% nýseldra bíla það sem af er þessu ári nýorkubílar. Hins vegar séu hreinir rafbílar aðeins 24% af heildinni en tengitvinnbílar 28%. „Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir mengandi eldsneyti, þar af 28% að hluta,“ segir í ályktun Náttúruverndarsamtakanna. Hvetja þau stjórnvöld til þess að banna innflutning á nýjum bensín- og dísilbílum strax frá og með árinu 2025, þar á meðal tengitvinnbílum. Annars auki stór hluti bílaflotans losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að draga úr henni.
Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira