„Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 12:01 Matthildur Óskarsdóttir með gullverðlaunin sín í Litháen í dag. Mynd úr einkasafni „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. Matthildur varð heimsmeistari í -84 kg flokki ungmenna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu í Litháen í dag. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið æsispennandi en hér að neðan má sjá 117,5 kg Íslandsmetslyftuna sem tryggði Matthildi sigurinn: Aðeins 150 grömm hefðu getað ráðið því að Matthildur yrði ekki heimsmeistari. Það er þyngdarmunurinn á henni og Finnanum Emmeth Torronen, fyrirmynd Matthildar sem hún átti í svo spennandi keppni við um gullið í Litháen í dag. Allt undir í lokatilrauninni Ef Matthildur og Torronen hefðu lyft sömu þyngd hefði Torronen unnið út á það að vera örlítið léttari. Matthildur náði hins vegar að lyfta 117,5 kg, og setja þar með Íslandsmet í opnum flokki kvenna, og tryggja sér titilinn með dramatískum hætti. Torronen lyfti mest 115 kg og náði ekki að koma 117,5 kg upp í lokatilraun sinni. „Það var allt undir. Ég vissi svo sem að ég hefði lyft þessari þyngd á æfingum en það er allt annar pakki að gera það í keppni. Ég þurfti bara að vera vel einbeitt en ekki of spennt, og vona það besta. Það var svolítið súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari. En gaman,“ segir Matthildur létt í bragði. Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að geta horft niður á fyrirmynd sína í 2. sæti.kraft.is Keppnin í dag tók á taugarnar hjá þessum 22 ára Seltirningi en Matthildi gekk allt í hag eftir að fyrri tilraun hennar við 112,5 kg misheppnaðist: „Það var rosalega stressandi þegar ég fékk fyrstu lyftuna ógilda. Ég lyfti alveg upp en fékk lyftuna ógilda því hún seig aðeins niður. Þetta er þyngd sem ég hef lyft oft og mörgum sinnum svo þetta átti alveg að ganga upp. Ég þurfti bara að skrúfa hausinn rétt á og vera vel einbeitt fyrir tilraun númer tvö. Þá flaug þessi sama þyngd upp,“ segir Matthildur. Vann fyrirmynd sína sem er hán Hún segist alltaf hafa litið upp til Torronen, sem þurfti að sætta sig við silfur, og bendir á athyglisverða staðreynd um keppinaut sinn: „Ég held að hán sé fyrsti keppandinn í kraftlyfingum í heiminum sem er hán. Ég hef verið að keppa við þessa manneskju frá fyrsta mótinu mínu og alltaf litið mjög upp til háns. Hán hefur verið mikil fyrirmynd fyrir mig svo það var gaman að geta staðið uppi á pallinum og horft niður til háns,“ segir Matthildur. Matthildur Óskarsdóttir sýnir gullverðlaunin eftir að hafa orðið heimsmeistari í bekkpressu.Mynd úr einkasafni Með krosslagða fingur „Hán lyfti 115 kg í annarri lyftu en ég varð að lyfta 112 til að halda mér inni í keppninni. Svo settum við báðar 117 í þriðju lyftu en þar sem hán var 150 grömmum léttari en ég var ljóst að ég þyrfti að ná lyftunni og hán að „feila“ til að ég myndi vinna. Þegar ég var búin að lyfta var ég því með fingurna krosslagða og vonaði að síðasta lyftan mistækist. Þegar ég sá að við værum skráðar í sama flokk þá vissi ég að hán hefði lyft 130 kg og var bara með hausinn stilltan á að ég gæti náð silfrinu. Svo spilaðist þetta á annan veg. Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur. „Var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt“ Til stóð að mótið í Litháen yrði kveðjumót Matthildar, þó að hún eigi eitt ár eftir í ungmennaflokknum, en þau áform hurfu um leið og hún fékk gullmedalíuna um hálsinn: „Það eru tvö ár síðan ég keppti síðast svo þetta hefur verið langt og strangt tímabil án þess að komast á mót. Ég var á því að þetta yrði síðasta mótið mitt, að ég nennti ekki meiru, en þetta var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt.“ Kraftlyftingar Tengdar fréttir Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Matthildur varð heimsmeistari í -84 kg flokki ungmenna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu í Litháen í dag. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið æsispennandi en hér að neðan má sjá 117,5 kg Íslandsmetslyftuna sem tryggði Matthildi sigurinn: Aðeins 150 grömm hefðu getað ráðið því að Matthildur yrði ekki heimsmeistari. Það er þyngdarmunurinn á henni og Finnanum Emmeth Torronen, fyrirmynd Matthildar sem hún átti í svo spennandi keppni við um gullið í Litháen í dag. Allt undir í lokatilrauninni Ef Matthildur og Torronen hefðu lyft sömu þyngd hefði Torronen unnið út á það að vera örlítið léttari. Matthildur náði hins vegar að lyfta 117,5 kg, og setja þar með Íslandsmet í opnum flokki kvenna, og tryggja sér titilinn með dramatískum hætti. Torronen lyfti mest 115 kg og náði ekki að koma 117,5 kg upp í lokatilraun sinni. „Það var allt undir. Ég vissi svo sem að ég hefði lyft þessari þyngd á æfingum en það er allt annar pakki að gera það í keppni. Ég þurfti bara að vera vel einbeitt en ekki of spennt, og vona það besta. Það var svolítið súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari. En gaman,“ segir Matthildur létt í bragði. Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að geta horft niður á fyrirmynd sína í 2. sæti.kraft.is Keppnin í dag tók á taugarnar hjá þessum 22 ára Seltirningi en Matthildi gekk allt í hag eftir að fyrri tilraun hennar við 112,5 kg misheppnaðist: „Það var rosalega stressandi þegar ég fékk fyrstu lyftuna ógilda. Ég lyfti alveg upp en fékk lyftuna ógilda því hún seig aðeins niður. Þetta er þyngd sem ég hef lyft oft og mörgum sinnum svo þetta átti alveg að ganga upp. Ég þurfti bara að skrúfa hausinn rétt á og vera vel einbeitt fyrir tilraun númer tvö. Þá flaug þessi sama þyngd upp,“ segir Matthildur. Vann fyrirmynd sína sem er hán Hún segist alltaf hafa litið upp til Torronen, sem þurfti að sætta sig við silfur, og bendir á athyglisverða staðreynd um keppinaut sinn: „Ég held að hán sé fyrsti keppandinn í kraftlyfingum í heiminum sem er hán. Ég hef verið að keppa við þessa manneskju frá fyrsta mótinu mínu og alltaf litið mjög upp til háns. Hán hefur verið mikil fyrirmynd fyrir mig svo það var gaman að geta staðið uppi á pallinum og horft niður til háns,“ segir Matthildur. Matthildur Óskarsdóttir sýnir gullverðlaunin eftir að hafa orðið heimsmeistari í bekkpressu.Mynd úr einkasafni Með krosslagða fingur „Hán lyfti 115 kg í annarri lyftu en ég varð að lyfta 112 til að halda mér inni í keppninni. Svo settum við báðar 117 í þriðju lyftu en þar sem hán var 150 grömmum léttari en ég var ljóst að ég þyrfti að ná lyftunni og hán að „feila“ til að ég myndi vinna. Þegar ég var búin að lyfta var ég því með fingurna krosslagða og vonaði að síðasta lyftan mistækist. Þegar ég sá að við værum skráðar í sama flokk þá vissi ég að hán hefði lyft 130 kg og var bara með hausinn stilltan á að ég gæti náð silfrinu. Svo spilaðist þetta á annan veg. Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur. „Var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt“ Til stóð að mótið í Litháen yrði kveðjumót Matthildar, þó að hún eigi eitt ár eftir í ungmennaflokknum, en þau áform hurfu um leið og hún fékk gullmedalíuna um hálsinn: „Það eru tvö ár síðan ég keppti síðast svo þetta hefur verið langt og strangt tímabil án þess að komast á mót. Ég var á því að þetta yrði síðasta mótið mitt, að ég nennti ekki meiru, en þetta var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt.“
Kraftlyftingar Tengdar fréttir Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22