Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 15:37 Víkingaskipið Drakar strandaði við Bessastaðanes í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minntist þess að um tólf aldir séu liðnar frá því að knörr sást fyrst við nesið. Vísir „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni. Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni.
Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira