Bandaríkjamenn segja Rússa brjóta alþjóðalög Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2021 19:40 Jim Dehart fer fyrir deild í sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála. Stöð 2 Bandaríkjamenn mótmæla þeim skilyrðum sem Rússar setja fyrir siglingum skipa norður fyrir Rússland og segja þau brot á alþjóðalögum. Þá hafi þeir áhyggjur af áhuga Kínverja á Norðurslóðum vegna almennrar framgöngu þeirra á alþjóðasviðinu. Bandaríkjamenn voru mjög sýnilegir á Hringborði Norðurslóða fyrr í mánuðinum með öfluga sveit tveggja öldungardeildarþingmanna, háttsettra embættismanna í Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðarannsóknarstofnun Bandaríkjanna. Jim Dehart sem fer fyrir þeirri deild í utanríkisráðuneytinu sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála segir stjórn Joe Biden forseta leggja mikla áherslu á samstarf við bandalagsþjóðir á öllum sviðum. Það hafi komið fram með þátttöku Antony Blinken utanríksráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í maí þar sem samstaða ríkja í ráðinu hafi verið staðfest með sameiginlegri yfirlýsingu. „Við sammæltumst um framkvæmdaáætlun til tíu ára til að stýra starfi Norðurskauts-ráðsins til framtíðar. Við settum loftslagsbreytingar í fyrsta forgang og tökum loftslagsvána sem við stöndum frammi fyrir föstum tökum,“ segir Dehart. Þing Hringborðs norðurslóða væri mikilvægur vettvangur ekki hvað síst í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow á á morgun. Siglingaleið kalli á milliríkjasamstarf Hvergi á jörðinni gætir áhrifa loftslagsbreytinganna eins mikið og á norðurslóðum þar sem hitinn hækkar þrisvar sinnum hraðar en annars staðar. Dehart segir opnun norður siglingaleiðarinnar kalla á samstarf ríkja sem liggi að norðurslóðum. Bandaríkjamenn hafi til að mynda mótmælt skilyrðum sem Rússar hafi sett varðandi siglingarnar. „Þeir vilja setja skilyrði fyrir skip sem sigla norðurleiðina, t.d. um tilkynningarskyldu og skyldu til að nota rússneska ísbrjóta. Þetta brýtur í bága við alþjóðalög og við höfum því mótmælt þessu,“ segir Dehart. Hafa áhyggjur af Kína Á sama tíma hafi Bandaríkjastjórn stutt núverandi formennsku Rússa í Norðurskautsráðinu og vilji vinna með þeim. Hins vegar hafi Kínverjar sem ekki eigi land að norðurslóðum einnig reynt að gera sig gildandi á norðurslóðum. „Við höfum nokkrar áhyggjur af framferði Kínverja víða um heim. Alþjóðalög og strangar reglur gilda um norðurskautssvæðið. Hvert það ríki sem vill láta til sín taka og starfa á norðurslóðum þarf að hlíta þessum lögum og reglum. Við munum halda því til streitu,“ segir Jim Dehart að lokum. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Utanríkismál Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Bandaríkjamenn voru mjög sýnilegir á Hringborði Norðurslóða fyrr í mánuðinum með öfluga sveit tveggja öldungardeildarþingmanna, háttsettra embættismanna í Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðarannsóknarstofnun Bandaríkjanna. Jim Dehart sem fer fyrir þeirri deild í utanríkisráðuneytinu sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála segir stjórn Joe Biden forseta leggja mikla áherslu á samstarf við bandalagsþjóðir á öllum sviðum. Það hafi komið fram með þátttöku Antony Blinken utanríksráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í maí þar sem samstaða ríkja í ráðinu hafi verið staðfest með sameiginlegri yfirlýsingu. „Við sammæltumst um framkvæmdaáætlun til tíu ára til að stýra starfi Norðurskauts-ráðsins til framtíðar. Við settum loftslagsbreytingar í fyrsta forgang og tökum loftslagsvána sem við stöndum frammi fyrir föstum tökum,“ segir Dehart. Þing Hringborðs norðurslóða væri mikilvægur vettvangur ekki hvað síst í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow á á morgun. Siglingaleið kalli á milliríkjasamstarf Hvergi á jörðinni gætir áhrifa loftslagsbreytinganna eins mikið og á norðurslóðum þar sem hitinn hækkar þrisvar sinnum hraðar en annars staðar. Dehart segir opnun norður siglingaleiðarinnar kalla á samstarf ríkja sem liggi að norðurslóðum. Bandaríkjamenn hafi til að mynda mótmælt skilyrðum sem Rússar hafi sett varðandi siglingarnar. „Þeir vilja setja skilyrði fyrir skip sem sigla norðurleiðina, t.d. um tilkynningarskyldu og skyldu til að nota rússneska ísbrjóta. Þetta brýtur í bága við alþjóðalög og við höfum því mótmælt þessu,“ segir Dehart. Hafa áhyggjur af Kína Á sama tíma hafi Bandaríkjastjórn stutt núverandi formennsku Rússa í Norðurskautsráðinu og vilji vinna með þeim. Hins vegar hafi Kínverjar sem ekki eigi land að norðurslóðum einnig reynt að gera sig gildandi á norðurslóðum. „Við höfum nokkrar áhyggjur af framferði Kínverja víða um heim. Alþjóðalög og strangar reglur gilda um norðurskautssvæðið. Hvert það ríki sem vill láta til sín taka og starfa á norðurslóðum þarf að hlíta þessum lögum og reglum. Við munum halda því til streitu,“ segir Jim Dehart að lokum.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Utanríkismál Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira