Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2021 06:51 Bolsonaro þykir hafa verið utanveltu í Róm. epa/Maurizio Brambatti Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fleiri en 600 þúsund hafa látist af völdum Covid-19 í Brasilíu en Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins, hunsað sóttvarnaðgerðir og sáð efasemdum um bóluefnin gegn SARS-CoV-2. Heima fyrir stendur hann frammi fyrir ákærum sökum þess hvernig hann hefur tekið á kórónuveirufaraldrinum, meðal annars fyrir „glæpi gegn mannkyninu“. Í Róm var Bolsonaro áberandi utanveltu og sat einn á meðan aðrir þjóðarleiðtogar ræddu saman. Þá var hann ekki viðstaddur myndatöku af leiðtoganum við Trevi-gosbrunninn. Dagblaðið O Globo greindi frá því að blaðamaðurinn Leonardo Monteiro, sem starfar fyrir TV Globo, hefði verið kýldur í magann af öryggisvörðum Bolsonaro þegar hann spurði að því af hverju forsetinn hefði ekki tekið þátt í dagskrá fundarins í gær. Þá sýna myndbandsupptökur hvernig öryggisverðir taka á blaðamönnum og stuðningsmenn forsetans gera hróp að þeim. Það liggur ekki fyrir hvort öryggisverðirnir voru brasilískir eða ítalskir en O Globo greindi frá því að Ítalirnir hafi átt að sjá um öryggi forsetans. Guardian greindi frá. Bolsonaro var ekki viðstaddur myndatökuna af leiðtogunum við Trevi-gosbrunninn.epa/Roberto Monaldo Ítalía Brasilía Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Fleiri en 600 þúsund hafa látist af völdum Covid-19 í Brasilíu en Bolsonaro hefur ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins, hunsað sóttvarnaðgerðir og sáð efasemdum um bóluefnin gegn SARS-CoV-2. Heima fyrir stendur hann frammi fyrir ákærum sökum þess hvernig hann hefur tekið á kórónuveirufaraldrinum, meðal annars fyrir „glæpi gegn mannkyninu“. Í Róm var Bolsonaro áberandi utanveltu og sat einn á meðan aðrir þjóðarleiðtogar ræddu saman. Þá var hann ekki viðstaddur myndatöku af leiðtoganum við Trevi-gosbrunninn. Dagblaðið O Globo greindi frá því að blaðamaðurinn Leonardo Monteiro, sem starfar fyrir TV Globo, hefði verið kýldur í magann af öryggisvörðum Bolsonaro þegar hann spurði að því af hverju forsetinn hefði ekki tekið þátt í dagskrá fundarins í gær. Þá sýna myndbandsupptökur hvernig öryggisverðir taka á blaðamönnum og stuðningsmenn forsetans gera hróp að þeim. Það liggur ekki fyrir hvort öryggisverðirnir voru brasilískir eða ítalskir en O Globo greindi frá því að Ítalirnir hafi átt að sjá um öryggi forsetans. Guardian greindi frá. Bolsonaro var ekki viðstaddur myndatökuna af leiðtogunum við Trevi-gosbrunninn.epa/Roberto Monaldo
Ítalía Brasilía Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira