María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 13:00 María Ólafs tók eitt sinn þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira