Bjarni Guðráðsson í Nesi í Reykholtsdal er látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2021 13:31 Bjarni Guðráðsson hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Ísmús Bjarni Guðráðsson, bóndi í Nesi í Reykholtsdal og organisti, er látinn 86 ára að aldri eftir stutt veikindi. Frá þessu segir í frétt Skessuhorns. Bjarni fæddist á Skáney árið 1935 og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1951. Hann átti síðar eftir að stunda tónlistarnám og varð organisti og söngstjóri í Reykholtskirkju um áratugaskeið. Hann stýrði auk þess fjölda kóra samhliða því að reka mikið kúabú í Nesi. Bjarni í Nesi lét sig málefni sveitarinnar varða og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, var lengi í forystu Búnaðarsambands Borgarfjarðar. Eftir að skólahaldi lauk í Reykholti veitti Bjarni byggingarnefnd nýrrar Reykholtskirkju og Snorrastofu forstöðu. „Helgaði hann krafta sína því verkefni um árabil og lagði allt undir. Veðsetti jafnvel jörð sína til lántöku þegar bið var á framkvæmdafé eftir öðrum leiðum. Þetta gamla höfuðból, héraðsbúar og raunar landsmenn allir eiga því þeim félögum Bjarna í Nesi og sóknarprestinum sr. Geir Waage mikið að þakka. Saman voru þeir í forsvari fyrir verkefni sem var svo miklum mun stærra en lítill söfnuður einn og sér hefði getað staðið undir,“ segir í grein Skessuhorns. Bjarni hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Eiginkona Bjarna var Sigrún Einarsdóttir en hún lést árið 2017. Saman áttu þau fjögur börn og ættleiddu það fimmta. Útför Bjarna verður gerð frá Reykholtskirkju þann 6. nóvember klukkan 11. Að neðan má sjá viðtal Bjarka Sveinbjörnssonar við Bjarna. Viðtalið birtist á vef Ísmús. Bjarni Guðráðsson - Reykholtsdalur from Ismus on Vimeo. Andlát Borgarbyggð Menning Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Frá þessu segir í frétt Skessuhorns. Bjarni fæddist á Skáney árið 1935 og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti árið 1951. Hann átti síðar eftir að stunda tónlistarnám og varð organisti og söngstjóri í Reykholtskirkju um áratugaskeið. Hann stýrði auk þess fjölda kóra samhliða því að reka mikið kúabú í Nesi. Bjarni í Nesi lét sig málefni sveitarinnar varða og átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, var lengi í forystu Búnaðarsambands Borgarfjarðar. Eftir að skólahaldi lauk í Reykholti veitti Bjarni byggingarnefnd nýrrar Reykholtskirkju og Snorrastofu forstöðu. „Helgaði hann krafta sína því verkefni um árabil og lagði allt undir. Veðsetti jafnvel jörð sína til lántöku þegar bið var á framkvæmdafé eftir öðrum leiðum. Þetta gamla höfuðból, héraðsbúar og raunar landsmenn allir eiga því þeim félögum Bjarna í Nesi og sóknarprestinum sr. Geir Waage mikið að þakka. Saman voru þeir í forsvari fyrir verkefni sem var svo miklum mun stærra en lítill söfnuður einn og sér hefði getað staðið undir,“ segir í grein Skessuhorns. Bjarni hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja árið 2000. Eiginkona Bjarna var Sigrún Einarsdóttir en hún lést árið 2017. Saman áttu þau fjögur börn og ættleiddu það fimmta. Útför Bjarna verður gerð frá Reykholtskirkju þann 6. nóvember klukkan 11. Að neðan má sjá viðtal Bjarka Sveinbjörnssonar við Bjarna. Viðtalið birtist á vef Ísmús. Bjarni Guðráðsson - Reykholtsdalur from Ismus on Vimeo.
Andlát Borgarbyggð Menning Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira