Segir síðustu átján mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2021 17:45 Loksins þandi Alfreð netmöskvana um liðna helgi. Það var kominn dágóður tími síðan það gerðist síðast. Roland Krivec/Getty Images Framherjinn Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 610 daga. Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu. Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Í viðtali að leik loknum við þýska miðilinn Kicker sagði Alfreð undanfarna 18 mánuði hafa verið þá erfiðustu á ferli sínum sem leikmaður. Hann viðurkenndi að 4-1 sigur liðsins á Stuttgart, þar sem hann bæði skoraði og lagði upp, hafi verið mikill léttir. „Ég ætla ekki að ljúga, síðustu 18 mánuðir hafa verið þeir erfiðustu á ferli mínum til þessa. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er ekki í neinum ryðma og nær engum takti.“ Augsburg var aðeins að vinna sinn annan leik á tímabilinu og hefur átt erfitt uppdráttar. „Við megum ekki gleyma okkur, við erum enn í 16. sæti deildarinnar. Við sýndum samt hvernig við þurfum að spila ef við ætlum okkur að ná árangri í þýsku úrvalsdeildinni.“ Fékk hrós fyrir frammistöðu sína Eftir að hafa verið mikið meiddur undanfarið er Alfreð að komast á ról á nýjan leik. Framkvæmdastjóri Augsburg sem og þjálfari liðsins eru spenntir fyrir því að fá íslenska framherjan inn í liðið á nýjan leik. „Hann er aðeins búinn að æfa í tvær vikur, það gerir frammistöðu hans enn magnaðri. Hann er ótrúlega snjall leikmaður, kemur samherjum sínum í góðar stöður og veit hvernig á að koma mönnum í ákveðnar aðstæður,“ sagði Stefan Reuter, framkvæmdastjóri félagsins. „Hér vita allir hvað Alfreð getur. Hann skilur leikinn mjög vel, bæði sóknar- og varnarlega. Hann er mjög mikilvægur okkar liði, bæði án bolta og þegar við vinnum boltann og þurfum að breyta vörn í sókn. Við þurfum á honum að halda á komandi mánuðum, það er engin spurning,“ sagði Markus Weinzierl, þjálfari liðsins. „Á hverjum degi hugsa ég um hvað ég geti mögulega gert betur. Það verður að finna réttu blönduna, allir leikmenn eru mismunandi. Til að mynda þarf ég að liggja í ísbaðinu næstu tvo daga. Frá og með miðvikudeginum get ég farið af stað á nýjan leik,“ sagði Alfreð að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira