Búa sig undir að setja maskínuna aftur í gang Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. nóvember 2021 18:56 Frá bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Hún verður mögulega aftur vettvangur fjöldabólusetninga þegar byrjað verður að gefa örvunarskammta um miðjan nóvember. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að byrja að gefa stórum hópi fólks með undirliggjandi sjúkdóma örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir örvunarskammt bæta ónæmi gegn veirunni umtalsvert. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48