Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2021 20:01 Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs Vísir/Hulda Margrét „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld. „Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
„Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20