Vegagerð um Teigsskóg boðin út á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2021 22:11 Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit. Egill Aðalsteinsson Eftir tveggja áratuga deilur um Teigsskóg er komið að því að bjóða út vegagerð í gegnum skóginn umdeilda og er stefnt er að því að vinnuvélar verði komnar á svæðið síðla vetrar. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá þverun Þorskafjarðar, sem er einn þriggja verkhluta sem komnir eru í gang í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Fyrst var kafli í Gufudal kláraður en auk Þorskafjarðarbrúar er búið að bjóða út kafla í Djúpafirði. Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Þar er nú þegar gamall vegslóði.KMU Og núna er komið að umdeildasta áfanganum; leiðinni um sjálfan Teigsskóg, sem lýst hefur verið sem sögunni endalausu. Það hyllir undir upphafið að endinum. „Núna næst stefnum við að því að bjóða út Teigsskóginn sjálfan, frá Þórisstöðum að Hallsteinsnesi. Og helst bara núna - í haust,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. Útboðið segir Sigurþór að verði auglýst annaðhvort í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta tekur tvo mánuði að fara í gegnum svona útboð og samninga. Og svo þarf náttúrlega verktakinn að koma sér fyrir.“ Göngufólk á leið milli Grafar og Hallsteinsness. Þarna mun vegurinn liggja uppi í hlíðinni vinstra megin.KMU -Hvenær megum við búast við því að vinnuvélarnar verði komnar í Teigsskóg? „Ég er nú frekar óþolinmóður í þessu þannig að ég er nú að vonast til þess að það yrði þá bara.. í mars,“ svarar Sigurþór. Gufudalsveitin ásamt Dynjandisheiði eru tveir síðustu malarkaflarnir á vesturleiðinni til Ísafjarðar, samtals 57 kílómetra langir. Í síðustu viku kom fram að Vegagerðarmenn undirbúa núna næsta útboðsáfanga á Dynjandisheiði. Þeir segjast markvisst stefna að því að innan þriggja ára verði Vestfjarðahringurinn allur kominn með bundið slitlag. „Við erum sem sagt að horfa til þess að vera búnir 2024,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24. júlí 2021 11:24 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá þverun Þorskafjarðar, sem er einn þriggja verkhluta sem komnir eru í gang í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Fyrst var kafli í Gufudal kláraður en auk Þorskafjarðarbrúar er búið að bjóða út kafla í Djúpafirði. Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Þar er nú þegar gamall vegslóði.KMU Og núna er komið að umdeildasta áfanganum; leiðinni um sjálfan Teigsskóg, sem lýst hefur verið sem sögunni endalausu. Það hyllir undir upphafið að endinum. „Núna næst stefnum við að því að bjóða út Teigsskóginn sjálfan, frá Þórisstöðum að Hallsteinsnesi. Og helst bara núna - í haust,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. Útboðið segir Sigurþór að verði auglýst annaðhvort í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta tekur tvo mánuði að fara í gegnum svona útboð og samninga. Og svo þarf náttúrlega verktakinn að koma sér fyrir.“ Göngufólk á leið milli Grafar og Hallsteinsness. Þarna mun vegurinn liggja uppi í hlíðinni vinstra megin.KMU -Hvenær megum við búast við því að vinnuvélarnar verði komnar í Teigsskóg? „Ég er nú frekar óþolinmóður í þessu þannig að ég er nú að vonast til þess að það yrði þá bara.. í mars,“ svarar Sigurþór. Gufudalsveitin ásamt Dynjandisheiði eru tveir síðustu malarkaflarnir á vesturleiðinni til Ísafjarðar, samtals 57 kílómetra langir. Í síðustu viku kom fram að Vegagerðarmenn undirbúa núna næsta útboðsáfanga á Dynjandisheiði. Þeir segjast markvisst stefna að því að innan þriggja ára verði Vestfjarðahringurinn allur kominn með bundið slitlag. „Við erum sem sagt að horfa til þess að vera búnir 2024,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24. júlí 2021 11:24 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29
Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. 24. júlí 2021 11:24
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46