Hyundai með flestar nýskráningar í október Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Framendinn á nýjum Tucson N Line. Alls voru 122 Hyundai bifreiðar nýskráðar, það voru flestar nýskráningar allra framleiðenda. Toyota var í öðru sæti með 84 eintök nýskráð og Volvo í þriðja sæti með 71 eintak. Alls voru nýskráð 1020 ökutæki í október, þar af 788 fólksbifreiðar, samkvæmt opinberum tölum á vef Samgöngustofu. Undirtegundir Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin með 72 eintök. Þar af eru 68 tengiltvinn bílar. Mazda MX-30 sú næst mest nýskráða með 49 eintök. Mercedes-Benz GLE er í þriðja sæti með 34 nýskráð eintök. Athygli vekur að Toyota sem er í öðru sæti í heildina sést ekki á lista yfir undirtegundir fyrr en í fjórða sæti, þar sem finna má Rav4 með 31 eintak. Fjöldi nýskráninga eftir orkugjafa. Orkugjafar Minnsti mögulegi munur er á bensín raftengilbílum annars vegar, sem er algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í október með 277 eintök nýskráð og rafbíla hins vegar sem var næst algengasti orkugjafinn í október, 276 eintök. Þróun Samtals voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september á Íslandi. Það fækkar því um rúman fjórðung þar sem nýskráð ökutæki í október voru 1020. Það er þó smávægileg aukning á milli ára. Í október í fyrra voru 962 ökutæki nýskráð þannig að nýskráningum fjölgar um 6%. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent
Undirtegundir Hyundai Tucson var mest nýskráða undirtegundin með 72 eintök. Þar af eru 68 tengiltvinn bílar. Mazda MX-30 sú næst mest nýskráða með 49 eintök. Mercedes-Benz GLE er í þriðja sæti með 34 nýskráð eintök. Athygli vekur að Toyota sem er í öðru sæti í heildina sést ekki á lista yfir undirtegundir fyrr en í fjórða sæti, þar sem finna má Rav4 með 31 eintak. Fjöldi nýskráninga eftir orkugjafa. Orkugjafar Minnsti mögulegi munur er á bensín raftengilbílum annars vegar, sem er algengasti orkugjafi nýskráðra bíla í október með 277 eintök nýskráð og rafbíla hins vegar sem var næst algengasti orkugjafinn í október, 276 eintök. Þróun Samtals voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september á Íslandi. Það fækkar því um rúman fjórðung þar sem nýskráð ökutæki í október voru 1020. Það er þó smávægileg aukning á milli ára. Í október í fyrra voru 962 ökutæki nýskráð þannig að nýskráningum fjölgar um 6%.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent