Conte: Þetta var klikkaður leikur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2021 23:31 Antonio Conte lét vel í sér heyra á hliðarlínunni í sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur. Julian Finney/Getty Images Antonio Conte, nýráðinn knattspyrnustjóri Tottenham, var hálf ringlaður eftir 3-2 sigur liðsins gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að bæta sig á mörgum sviðum. „Þetta var klikkaður leikur. Yfirleitt er ég ekki fyrir svona leiki. Klikkaður leikur þýðir að allt getur gerst. En á sama tíma fannst mér við eiga að vinna og við gerðum það,“ sagði Conte í leikslok. „Við vorum að vinna 3-0 og fáum svo á okkur tvö mörk sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Eftir rauða spjaldið vorum við í vandræðum. Að vinna á meðan maður þjáist er gott fyrir þetta lið og þessa leikmenn.“ Tottenham mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag og Conte segir að liðið þurfi að bæta sig til að vinna þann leik. „Þeir þurftu að bæta sjálfstraustið sitt og þeir þurftu að vinna mikið. Vandamálið er að við þurfum að finna tíma til að vinna í okkar málum. Við höfum tvo daga fram að leiknum á móti Everton og svo er landsleikjahlé.“ „Við þurfum klárlega að bæta okkur. Það er ekki auðvelt af því að við höfum bara tvo daga til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Everton, en við höfum eiginlega bara einn dag. Það er ómögulegt að vinna með leikmönnunum sem spiluðu í kvöld á morgun. Þeir þurfa að hvíla á morgun og þá vinnum við með leikmönnunum sem spiluðu ekki.“ Hann segir að liðið þurfi að sýna þolinmæði og að þeir þurfi að leggja mikið á sig til að ná settum markmiðum. „Við þurfum að vera þolinmóðir af því að við þurfum að vinna í mörgum hlutum, tæknilegum og líkamlegum. Ég er ekki hræddur við vinnuna sem framundan er því að ég veit að aðeins með mikilli vinnu geturðu náð mikilvægum markmiðum,“ sagði Conte að lokum. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
„Þetta var klikkaður leikur. Yfirleitt er ég ekki fyrir svona leiki. Klikkaður leikur þýðir að allt getur gerst. En á sama tíma fannst mér við eiga að vinna og við gerðum það,“ sagði Conte í leikslok. „Við vorum að vinna 3-0 og fáum svo á okkur tvö mörk sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Eftir rauða spjaldið vorum við í vandræðum. Að vinna á meðan maður þjáist er gott fyrir þetta lið og þessa leikmenn.“ Tottenham mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag og Conte segir að liðið þurfi að bæta sig til að vinna þann leik. „Þeir þurftu að bæta sjálfstraustið sitt og þeir þurftu að vinna mikið. Vandamálið er að við þurfum að finna tíma til að vinna í okkar málum. Við höfum tvo daga fram að leiknum á móti Everton og svo er landsleikjahlé.“ „Við þurfum klárlega að bæta okkur. Það er ekki auðvelt af því að við höfum bara tvo daga til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Everton, en við höfum eiginlega bara einn dag. Það er ómögulegt að vinna með leikmönnunum sem spiluðu í kvöld á morgun. Þeir þurfa að hvíla á morgun og þá vinnum við með leikmönnunum sem spiluðu ekki.“ Hann segir að liðið þurfi að sýna þolinmæði og að þeir þurfi að leggja mikið á sig til að ná settum markmiðum. „Við þurfum að vera þolinmóðir af því að við þurfum að vinna í mörgum hlutum, tæknilegum og líkamlegum. Ég er ekki hræddur við vinnuna sem framundan er því að ég veit að aðeins með mikilli vinnu geturðu náð mikilvægum markmiðum,“ sagði Conte að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira