Þorgerður fann barnfóstruna sína aftur 60 árum síðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Þorgerður birti þessa fallegu svarthvítu mynd í hópnum Gamlar ljósmyndir á Facebook. Úr einkasafni „Þekkir einhver barnapíuna sem passaði mig?“ Á þessum orðum hófst færsla sem Þorgerður Mattía Kristiansen birti í Facebook hópnum Gamlar ljósmyndir. Á myndinni sem hún birti má sjá tvær stúlkur sitja saman í sófa. Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar. Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Sjá meira
Yngri stúlkan er Þorgerður sjálf og vildi hún fá hjálp við að finna barnfóstruna sem gætti hennar fyrir sextíu árum síðar í Reykjavík. „Hana var gott að leiða, og hún fór með mig á Freyjugöturóló, sem er í minningu minni skammt frá heimili hennar. Nafnið hennar er horfið mér úr minni,“ skrifaði Þorgerður við myndina. „Hér er ég“ Þorgerður er fædd árið 1958 og ljósmyndin er tekin snemma árið 1960, í stofunni á æskuheimili Þorgerðar að Njálsgötu 29 í Reykjavík. Myndina tók faðir Þorgerðar, Baldur Kristiansen pípulagningarmeistari. Þorgerði til mikillar furðu fékk hún fljótt svar, frá hinni stúlkunni á myndinni fallegu. „Sæl og blessuð Þorgerður. Hér er ég barnapía þín,“ skrifar Hrönn G. Jóhannsdóttir undir myndina. „Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Foreldrar þínir voru yndislegar manneskjur.“ Þorgerður segist oft hafa hugsað til barnapíunnar, sem hafði alltaf verið svo góð við hana. Hún var þakklát fyrir að fá þessa tengingu og fá að vita nafnið hennar eftir allan þennan tíma. „Ég hef ekki hitt Hrönn þar sem ég bý í Danmörku,“ segir Þorgerður í samtali við Vísi. „Við höfum tengst á Facebook og aðeins spjallað þar. En það er krúttlegt að við höfum báðar haft hvor aðra í huga, þótt 60 ár séu liðin.“ Ekki haft neinn til að spyrja Þorgerður hafði oft hugsað til barnfóstrunnar sinnar og er þakklát fyrir að hafa loksins fengið að tengjast henni á ný. „Pabbi dó þegar ég var sextán ára, mamma dó svo árið 2013 eftir að hafa haft Alzheimer í á annan áratug. Ég hef haft mynd af mér og barnapíunni minni í litlu albúmi og oft hugsað til hennar, en ekki haft neinn til að spyrja um hana,“ útskýrir Þorgerður. „Svo var það í síðustu viku sem ég byrjaði að fara í gegnum litla skúffu sem var í eigu mömmu og fann gamla filmubúta. Pabbi minn hafði verið flinkur að ljósmynda og tók mikið af myndum af fjölskyldunni! Þar rakst ég á þessa hjartnæmu og yndislegu mynd.“ Dóttir barnfóstrunnar Hrannar skrifar líka athugasemd við færsluna í ljósmyndahópnum Facebook. Hún man sjálf vel eftir að skoða þessa sömu ljósmynd í myndaalbúmi móður sinnar. Albúmið hafði hún fengið að gjöf frá Baldri föður Þorbjargar.
Ljósmyndun Einu sinni var... Reykjavík Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning