Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 24-31 | Eyjakonur skelltu Haukum að Ásvöllum Dagur Lárusson skrifar 7. nóvember 2021 18:00 HK - Íbv olís deild kvenna í handbolta vetur 2020 -2021 Hsí ÍBV fór með sigur af hólmi gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag en lokatölur leiksins voru 24-31. Fyrir leikinn var ÍBV í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig á meðan Haukar voru í fjórða sætinu með fimm stig. Það var ÍBV sem réði lögum og lofum frá fyrstu mínútu leiksins. Þegar rétt rúmlega sex mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orði 1-5 og Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé enda skoraði ÍBV eins og drekka vatn og lítið sem ekkert gekk upp í sóknarleiknum. Yfirburðir ÍBV héldu út fyrri hálfleikinn og var staðan 10-17 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í byrjun seinni hálfleiksins mættu liðsmenn Hauka tvíelfdir til leiks og náðu strax að minnka muninn í þrjú mörk með því að skora fyrstu fjögur mörk hálfleiksins. Nær komust liðsmenn Hauka þó ekki því eftir þessar upphafs mínútur tóku Eyjastúlkur aftur við sér, bæði sóknarleikurinn og markvarslan hjá Mörtu. Að lokum vann ÍBV öruggan og sanngjarnan sigur og er því komið með fjögur stig í deildinni og lyftir sér upp að hlið Stjörnunnar. Af hverju vann ÍBV? Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, talaði um það fyrir leik að liðið hans þyrfti að vera betri í því að berjast og hans stelpur sýndu það svo sannarlega. Baráttan var meiri hjá ÍBV og sóknarleikurinn var á tímum eins og að drekka vatn. Harpa var frábær í horninu, Elísa á línunni, Marija í skyttunni og auðvitað Marta í markinu sem varði fjórtán skot í dag. Hverjar stóðu upp úr? Marta var algjörlega frábær í marki ÍBV og varði hún til dæmis 4-5 fyrstu skot Hauka í leiknum og má því segja að hún hafi lagt grunninn að sigri ÍBV í leiknum. Harpa Valey var einnig frábær í horninu og síðan voru skytturnar Marija fyrir ÍBV og Sara fyrir Hauka frábærar en sú síðarnefnda var markahæst í leiknum með ellefu mörk. Hvað fór illa? Varnarleikur Hauka var algjörlega út á þekju og það var í raun of auðvelt fyrir ÍBV að skora á köflum. Hvað gerist næst? ÍBV fer í heimsókn til Vals á miðvikudagskvöldið á meðan Haukar mæta Stjörnunni næsta laugardag. Gunnar Gunnarsson: Gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna ,,Mín fyrstu viðbrögð eru í rauninni bara gríðarleg vonbrigði með frammistöðu míns liðs hérna í dag fyrst og fremst,” byrjaði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, að segja í viðtali eftir leik. ,,Við erum mjög lélegar, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og þetta er bara mjög súrt.” Gunnar var allt annað en sáttur með varnarleik síns liðs. ,,Í fyrri hálfleiknum var vörnin í rauninni engin og nánast engin markvarsla. Við náðum að vísu aðeins að laga það í seinni en á móti kemur í seinni hálfleiknum erum við með hátt í tíu tæknifeila sem er ansi dýrt þegar þú ert að reyna að vinna upp stórt forskot.” Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en misstu síðan orkuna niður á ný. ,,Já við byrjuðum seinni hálfleikinn vel, náum forskoti þeirra í þrjú mörk á fyrstu fimm mínútunum og áttum færi á að minnka meira en það er einmitt á þessum tímapunkti þar sem við förum að gera þessa tæknifeila og þær refsa okkur fyrir það,” endaði Gunnar á að segja. Sigurður Bragason: Við vorum með meiri neista ,,Ég er rosalega sáttur og mér er rosalega létt, vorum komin með þrjá tapleiki í röð þar sem við spiluðum ekki vel en við vorum öll sannfærð um það hér í dag að við myndum mæta og gefa allt í þetta og við gerðum það,” byrjaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, á að segja. ,,Mér fannst það skína í fyrri hálfleik að við vorum geggjaðar í vörninni og Marta auðvitað frábær í markinu, fengum mörg hraðaupphlaup útfrá markvörslum hennar. Þetta einhvern veginn gekk allt upp í dag, sóknin, vörnin og markvarslan,” hélt Sigurður áfram. Sigurður talaði um það í viðtali fyrir leikinn að lykillinn að því að vinna leikinn væri að vera betri í því að berjast og telur hann að stelpurnar hans hafi sýnt það í leiknum. ,,Já þetta virkaði og mér fannst við einmitt vera betri í því að berjast og við vorum með aðeins meiri neista. Þær eru auðvitað svolítið særðar eftir síðustu leiki, þannig við vissum fyrir leikinn að þetta myndi svolítið snúast um það hvort liðið myndi vinna betur út úr því.” Marta, í marki ÍBV, átti frábæran leik og varði fjórtán skot og fór Sigurður fögrum orðum um hana. ,,Hún var frábær og er náttúrulega frábær yfirhöfuð. Mér fannst ég eiga svona frammistöðu inni hjá henni og hún er sammála því, hún var frábær í dag, nema kannski í einvígi sínu við Söru Oddsen,” endaði Sigurður á að segja og glotti en Sara var markahæst í dag með ellefu mörk í liði Hauka. Olís-deild kvenna Haukar ÍBV
ÍBV fór með sigur af hólmi gegn Haukum í Olís-deild kvenna í dag en lokatölur leiksins voru 24-31. Fyrir leikinn var ÍBV í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig á meðan Haukar voru í fjórða sætinu með fimm stig. Það var ÍBV sem réði lögum og lofum frá fyrstu mínútu leiksins. Þegar rétt rúmlega sex mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orði 1-5 og Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé enda skoraði ÍBV eins og drekka vatn og lítið sem ekkert gekk upp í sóknarleiknum. Yfirburðir ÍBV héldu út fyrri hálfleikinn og var staðan 10-17 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í byrjun seinni hálfleiksins mættu liðsmenn Hauka tvíelfdir til leiks og náðu strax að minnka muninn í þrjú mörk með því að skora fyrstu fjögur mörk hálfleiksins. Nær komust liðsmenn Hauka þó ekki því eftir þessar upphafs mínútur tóku Eyjastúlkur aftur við sér, bæði sóknarleikurinn og markvarslan hjá Mörtu. Að lokum vann ÍBV öruggan og sanngjarnan sigur og er því komið með fjögur stig í deildinni og lyftir sér upp að hlið Stjörnunnar. Af hverju vann ÍBV? Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, talaði um það fyrir leik að liðið hans þyrfti að vera betri í því að berjast og hans stelpur sýndu það svo sannarlega. Baráttan var meiri hjá ÍBV og sóknarleikurinn var á tímum eins og að drekka vatn. Harpa var frábær í horninu, Elísa á línunni, Marija í skyttunni og auðvitað Marta í markinu sem varði fjórtán skot í dag. Hverjar stóðu upp úr? Marta var algjörlega frábær í marki ÍBV og varði hún til dæmis 4-5 fyrstu skot Hauka í leiknum og má því segja að hún hafi lagt grunninn að sigri ÍBV í leiknum. Harpa Valey var einnig frábær í horninu og síðan voru skytturnar Marija fyrir ÍBV og Sara fyrir Hauka frábærar en sú síðarnefnda var markahæst í leiknum með ellefu mörk. Hvað fór illa? Varnarleikur Hauka var algjörlega út á þekju og það var í raun of auðvelt fyrir ÍBV að skora á köflum. Hvað gerist næst? ÍBV fer í heimsókn til Vals á miðvikudagskvöldið á meðan Haukar mæta Stjörnunni næsta laugardag. Gunnar Gunnarsson: Gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna ,,Mín fyrstu viðbrögð eru í rauninni bara gríðarleg vonbrigði með frammistöðu míns liðs hérna í dag fyrst og fremst,” byrjaði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, að segja í viðtali eftir leik. ,,Við erum mjög lélegar, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og þetta er bara mjög súrt.” Gunnar var allt annað en sáttur með varnarleik síns liðs. ,,Í fyrri hálfleiknum var vörnin í rauninni engin og nánast engin markvarsla. Við náðum að vísu aðeins að laga það í seinni en á móti kemur í seinni hálfleiknum erum við með hátt í tíu tæknifeila sem er ansi dýrt þegar þú ert að reyna að vinna upp stórt forskot.” Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en misstu síðan orkuna niður á ný. ,,Já við byrjuðum seinni hálfleikinn vel, náum forskoti þeirra í þrjú mörk á fyrstu fimm mínútunum og áttum færi á að minnka meira en það er einmitt á þessum tímapunkti þar sem við förum að gera þessa tæknifeila og þær refsa okkur fyrir það,” endaði Gunnar á að segja. Sigurður Bragason: Við vorum með meiri neista ,,Ég er rosalega sáttur og mér er rosalega létt, vorum komin með þrjá tapleiki í röð þar sem við spiluðum ekki vel en við vorum öll sannfærð um það hér í dag að við myndum mæta og gefa allt í þetta og við gerðum það,” byrjaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, á að segja. ,,Mér fannst það skína í fyrri hálfleik að við vorum geggjaðar í vörninni og Marta auðvitað frábær í markinu, fengum mörg hraðaupphlaup útfrá markvörslum hennar. Þetta einhvern veginn gekk allt upp í dag, sóknin, vörnin og markvarslan,” hélt Sigurður áfram. Sigurður talaði um það í viðtali fyrir leikinn að lykillinn að því að vinna leikinn væri að vera betri í því að berjast og telur hann að stelpurnar hans hafi sýnt það í leiknum. ,,Já þetta virkaði og mér fannst við einmitt vera betri í því að berjast og við vorum með aðeins meiri neista. Þær eru auðvitað svolítið særðar eftir síðustu leiki, þannig við vissum fyrir leikinn að þetta myndi svolítið snúast um það hvort liðið myndi vinna betur út úr því.” Marta, í marki ÍBV, átti frábæran leik og varði fjórtán skot og fór Sigurður fögrum orðum um hana. ,,Hún var frábær og er náttúrulega frábær yfirhöfuð. Mér fannst ég eiga svona frammistöðu inni hjá henni og hún er sammála því, hún var frábær í dag, nema kannski í einvígi sínu við Söru Oddsen,” endaði Sigurður á að segja og glotti en Sara var markahæst í dag með ellefu mörk í liði Hauka.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti