Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 12:07 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. „Dagleg starfsemi og þessi daglegi rekstur dugir ekki til þess að taka við covidsjúklingum. Við erum með heila legudeild undir og á meðan svo er þá eru engir aðrir sjúklingar þar. Við þurfum að draga eins mikið úr starfseminni og við mögulega getum,“ segir Guðlaug. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd færðu spítalann síðdegis í gær yfir á hættustig, en þá lágu þrír á gjörgæslu. Guðlaug segir þetta meðal annars þau áhrif að draga þurfi úr skurðaðgerðum auk þess sem heimsóknarbann hefur verið sett á. Er það ekki ákveðinn áfellisdómur yfir Landspítalanum, að það þurfi að færa hann yfir á hættustig þegar það eru aðeins þrír inniliggjandi með covid á gjörgæslu? „Þetta er alls ekki svona einfalt. Við erum með heila legudeild undir fyrir covid. Það eru núna tæplega 1200 manns sem eru í eftirliti í covid göngudeildinni hjá okkur og það þarf mannskap til að sinna því. Þessi smitsjúkdómadeild sem er lokuð er lokuð fyrir innlagnir annarra sjúklinga og það þýðir það að við þurfum að draga úr starfseminni. Þannig að nei, þetta er ekki áfellisdómur yfir Landspítala – langur vegur frá.“ Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin, og raunar sjaldan verið meiri. Guðlaug segir þetta spurningu um mönnun og fjölda hjúkrunarrýma. „Þetta stendur og fellur með að það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Það þarf að styrkja heimaþjónustu, það þarf að fjölga rúmum á Landspítala sem við erum sannarlega að gera og erum að vinna að núna, að opna fleiri rúm í næstu viku, til dæmis inni á Landakoti. Allt þetta krefst fjármagns og mannskaps. Það þarf mönnun í að opna fleiri rúm, hvort sem það er á Landspítala eða á hjúkrunarheimilum,“ segir Guðlaug og bætir við að hún hafi áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni, sérstaklega í ljósi þess að smitum fer fjölgandi og eftir því sem smitum fjölgar að þá fjölgar innlögnum á Landspítala. En við erum fyrst og fremst að reyna að bregðast við og það virðist ganga eftir að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
„Dagleg starfsemi og þessi daglegi rekstur dugir ekki til þess að taka við covidsjúklingum. Við erum með heila legudeild undir og á meðan svo er þá eru engir aðrir sjúklingar þar. Við þurfum að draga eins mikið úr starfseminni og við mögulega getum,“ segir Guðlaug. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd færðu spítalann síðdegis í gær yfir á hættustig, en þá lágu þrír á gjörgæslu. Guðlaug segir þetta meðal annars þau áhrif að draga þurfi úr skurðaðgerðum auk þess sem heimsóknarbann hefur verið sett á. Er það ekki ákveðinn áfellisdómur yfir Landspítalanum, að það þurfi að færa hann yfir á hættustig þegar það eru aðeins þrír inniliggjandi með covid á gjörgæslu? „Þetta er alls ekki svona einfalt. Við erum með heila legudeild undir fyrir covid. Það eru núna tæplega 1200 manns sem eru í eftirliti í covid göngudeildinni hjá okkur og það þarf mannskap til að sinna því. Þessi smitsjúkdómadeild sem er lokuð er lokuð fyrir innlagnir annarra sjúklinga og það þýðir það að við þurfum að draga úr starfseminni. Þannig að nei, þetta er ekki áfellisdómur yfir Landspítala – langur vegur frá.“ Ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi verið stóraukin, og raunar sjaldan verið meiri. Guðlaug segir þetta spurningu um mönnun og fjölda hjúkrunarrýma. „Þetta stendur og fellur með að það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Það þarf að styrkja heimaþjónustu, það þarf að fjölga rúmum á Landspítala sem við erum sannarlega að gera og erum að vinna að núna, að opna fleiri rúm í næstu viku, til dæmis inni á Landakoti. Allt þetta krefst fjármagns og mannskaps. Það þarf mönnun í að opna fleiri rúm, hvort sem það er á Landspítala eða á hjúkrunarheimilum,“ segir Guðlaug og bætir við að hún hafi áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni, sérstaklega í ljósi þess að smitum fer fjölgandi og eftir því sem smitum fjölgar að þá fjölgar innlögnum á Landspítala. En við erum fyrst og fremst að reyna að bregðast við og það virðist ganga eftir að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira