70 dæmdir í gríðarlega umfangsmiklum réttarhöldum gegn Ndrangheta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 21:52 Réttarhöldin eru þau umfangsmestu í sögu Ítalíu. epa/Salvatore Monteverde Sjötíu meðlimir Ndrangheta, valdamestu og auðugustu glæpasamtaka Ítalíu, voru fundir sekir í umfangsmestu réttarhöldum sem um getur í sögu landsins. 355 bíða enn niðurstöðu í málum sínum en þeir sem voru dæmdir í dag höfðu samþykkt hraðari málsmeðferð gegn því að fá þriðjung mögulegs dóms niðurfelldan. Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian. Ítalía Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian.
Ítalía Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira