Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 18:31 Þórólfur Guðnason hefur áhyggjur af uppsveiflu í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. „Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
„Hundrað tilfelli á dag er bara of mikið fyrir Landspítalann. Þetta er oft mjög veikt fólk sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu, kannski á öndunarvélar og þarf kannski að vera í nokkrar vikur inni á spítalanum. Þessi hópur hleðst upp og það að fá að meðaltali tvær til þrjár innlagnir á dag held ég að sé of mikið fyrir spítalann,“ segir Þórólfur. Yfirstandandi bylgja virðist vera ein sú skæðasta til þessa, jafnvel þó langflestir séu bólusettir, eða um 90 prósent tólf ára og eldri. Óbólusettir eru 31 þúsund talsins - og til að setja það í samhengi þá eru það aðeins fleiri heldur en allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru í kringum 29 þúsund. Tæplega 1500 manns hafa greinst með Covid19 síðustu tvær vikurnar, eða um 100 manns á dag. Líkt og Þórólfur bendir á gerir Landspítalinn ráð fyrir að þrír muni þurfa á innlögn að halda á degi hverjum líkt og staðan er nú, en verkefnastjóri farsóttanefndar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að spítalinn ráði illa við það álag. Til að setja það í samhengi hversu margir landsmenn eru óbólusettir, þá eru þeir aðeins fleiri en allir íbúar Hafnarfjarðar. Neyðarástand á spítölum Þórólfur segir að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að sjá heilbrigðiskerfi í molum vegna kórónuveirunnar. Þannig sé það til dæmis víða í Austur-Evrópu, en þar hefur smituðum fjölgað gríðarlega, en aldrei hafa fleiri látist af völdum veirunnar í Rúmeníu í gær, þegar þeir voru sex hundruð talsins. „Við sjáum hvað er að gerast erlendis, til dæmis í Rúmeníu og Lettlandi. Þar er bara neyðarástand á spítölum, fólk fær ekki þjónustu, það er verið að senda gjörgæslusjúklinga á milli landa, það er verið að kalla eftir lækningatækjum. Við viljum ekki komst þangað, í þá stöðu,“ segir hann. Hins vegar geti það vel gerst hér, með áframhaldandi fjölgun smitaðra og því þurfi að bregðast við áður en neyðarástand skapist innan heilbrigðiskerfisins. „Ef við förum að fá kannski 300 til 400 sjúklinga á dag með smit, þá fáum við sex til átta innlagnir á dag af völdum covid. Við erum með í heildina hér á Reykjavíkursvæðinu á Landspítalanum fjórtán gjörgæslupláss, við erum með þrjú, fjögur gjörgæslupláss á Akureyri – þetta eru einu gjörgæsluplássin í landinu, sem þurfa að sinna öllum sjúklingahópum. Þannig að við höfum ekkert mikla getu og það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira