Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 13:06 Úr myndbandi sem tekið var úr þyrlu yfir landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðuneyti Póllands Pólverjar sökuðu í morgun stjórnvöld Hvíta-Rússlands um að undirbúa umfangsmikla ögrun með því að smala stórum hópi flótta- og farandfólks að landamærum Póllands. Fjöldi hermanna hafa verið sendir að landamærunum. Utanríkisráðherra Póllands sagði í útvarpsviðtali að Hvítrússar vonuðust til þess að átök ættu sér stað og jafnvel að einhverjir yrðu skotnir til bana. Það sagði hann í útvarpsviðtali samkvæmt frétt DW. Fyrr í morgun hafði Varnarmálaráðuneyti Póllands birt myndband sem tekið var úr þyrlu við bæinn Gmina Kuznica og sýndi fjölda fólks við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Grupa migrantów znajduje si obecnie w okolicach Ku nicy pic.twitter.com/w5VxXp9QqQ— Ministerstwo Obrony Narodowej (@MON_GOV_PL) November 8, 2021 Pólverjar segja hermenn frá Hvíta-Rússlandi hafa flutt hópinn að landamærunum. Myndbönd frá Hvíta-Rússlandi styðja þá ásökun en á þeim má sjá hermenn fylgja fólkinu. NEXTA fréttaveitan, sem rekin er af andstæðingum Viktors Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, segja marga Kúrda frá Írak vera í hópnum og þar séu margar konur og börn. Þá segir fréttaveitan að hermenn hafi notað hunda til að smala fólki að landamærum Póllands. #Belarusian military with dogs drove migrants off the road into the forestThey did not reach the checkpoint. Most of the #migrants in the convoy are #Kurds who have recently arrived in #Belarus from #Iraq. There are many women and children among them. pic.twitter.com/52TJbYbdgY— NEXTA (@nexta_tv) November 8, 2021 Litháar hafa einnig sent hermenn að landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Reuters. Evrópusambandið hefur sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn hans hefur hvatt fólk frá Afríku og Mið-Austurlöndum til að ferðast þangað og reyna að komast þaðan til Evrópu. Þá hafa Pólverjar verið gagnrýndir fyrir að reka fólkið aftur til Hvíta-Rússlands og sakaðir um að brjóta á réttindum þeirra. Sjá einnig: Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Franak Viačorka, ráðgjafi Svetlönu Tíkanovskaju, sem er fyrrverandi forsetaframbjóðandi og einn helsti andstæðingur Lúkasjenka, segir ríkisstjórn Hvíta-Rússlands þvinga þetta flótta- og farandfólk til að sofa úti við erfiðar aðstæður. Þeim sé til að mynda meinað að fara inn í verslunarmiðstöðvar og lestarstöðvar. Fólk hefur fundist látið beggja megin við landamærin. Hér má sjá myndand frá landamærunum. VIDEO: Standoff between Polish military police and refugees after they were herded into no-mans-land by Belarusian security forces. - @TadeuszGiczan pic.twitter.com/JsgTPyti3j— Conflict News (@Conflicts) November 8, 2021 Hvíta-Rússland Pólland Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08 Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00 Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Utanríkisráðherra Póllands sagði í útvarpsviðtali að Hvítrússar vonuðust til þess að átök ættu sér stað og jafnvel að einhverjir yrðu skotnir til bana. Það sagði hann í útvarpsviðtali samkvæmt frétt DW. Fyrr í morgun hafði Varnarmálaráðuneyti Póllands birt myndband sem tekið var úr þyrlu við bæinn Gmina Kuznica og sýndi fjölda fólks við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Grupa migrantów znajduje si obecnie w okolicach Ku nicy pic.twitter.com/w5VxXp9QqQ— Ministerstwo Obrony Narodowej (@MON_GOV_PL) November 8, 2021 Pólverjar segja hermenn frá Hvíta-Rússlandi hafa flutt hópinn að landamærunum. Myndbönd frá Hvíta-Rússlandi styðja þá ásökun en á þeim má sjá hermenn fylgja fólkinu. NEXTA fréttaveitan, sem rekin er af andstæðingum Viktors Lukasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, segja marga Kúrda frá Írak vera í hópnum og þar séu margar konur og börn. Þá segir fréttaveitan að hermenn hafi notað hunda til að smala fólki að landamærum Póllands. #Belarusian military with dogs drove migrants off the road into the forestThey did not reach the checkpoint. Most of the #migrants in the convoy are #Kurds who have recently arrived in #Belarus from #Iraq. There are many women and children among them. pic.twitter.com/52TJbYbdgY— NEXTA (@nexta_tv) November 8, 2021 Litháar hafa einnig sent hermenn að landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Reuters. Evrópusambandið hefur sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Ríkisstjórn hans hefur hvatt fólk frá Afríku og Mið-Austurlöndum til að ferðast þangað og reyna að komast þaðan til Evrópu. Þá hafa Pólverjar verið gagnrýndir fyrir að reka fólkið aftur til Hvíta-Rússlands og sakaðir um að brjóta á réttindum þeirra. Sjá einnig: Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Franak Viačorka, ráðgjafi Svetlönu Tíkanovskaju, sem er fyrrverandi forsetaframbjóðandi og einn helsti andstæðingur Lúkasjenka, segir ríkisstjórn Hvíta-Rússlands þvinga þetta flótta- og farandfólk til að sofa úti við erfiðar aðstæður. Þeim sé til að mynda meinað að fara inn í verslunarmiðstöðvar og lestarstöðvar. Fólk hefur fundist látið beggja megin við landamærin. Hér má sjá myndand frá landamærunum. VIDEO: Standoff between Polish military police and refugees after they were herded into no-mans-land by Belarusian security forces. - @TadeuszGiczan pic.twitter.com/JsgTPyti3j— Conflict News (@Conflicts) November 8, 2021
Hvíta-Rússland Pólland Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08 Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00 Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. 6. október 2021 12:08
Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, talar nú fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti komist til valda. Hann boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar eigi síðar en í febrúar. 28. september 2021 16:00
Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15