Segja Måneskin herma eftir sér: „Verið frumlegri“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 17:38 Hljómsveitarmeðlimir I Cugini di Campagna eru síður en svo sáttir með búningaval Måneskin á tónleikum Rolling Stones í Las Vegas á laugardag. Instagram/I Cuginni di Campagna Ítölsk glampopp hljómsveit, sem var stofnuð á áttunda áratugi síðustu aldar, hefur sakað hljómsveitina Måneskin um að herma eftir búningum hennar. Sveitin gagnrýnir að nýliðarnir hafi klæðst glimmerbúningum sem sýndu Bandaríska fánann þegar þeir opnuðu fyrir Rolling Stones á tónleikum í Las Vegas. Ivano Michetti, gítarleikari ítölsku sveitarinnar I Cugini di Campagna, sagði Måneskin nýta sér áttunda áratugs tískuna til að fá athygli og hvatti hljómsveitina til að vera frumlegri. Måneskin, eins og margir muna líklegast eftir, sigraði Eurovision söngvakeppnina í Rotterdam í maí fyrir hönd Ítalíu og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. Sveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin og hitaði upp fyrir Rolling Stones á tónleikum þeirra í Las Vegas á laugardag. Greinilegt er að rokkgoðsögnin Mick Jagger var hæstánægður með frammistöðu Måneskin en hann tísti að loknum tónleikum: Frábært kvöld í Vegas með Måneskin. Great night in Vegas with @thisismaneskin pic.twitter.com/CJCyk7RXka— Mick Jagger (@MickJagger) November 8, 2021 Michetti var hins vegar síður en svo sáttur með hljómsveitina og sagðist ekki hafa getað slakað á eftir að honum var bent á búninga meðlima Måneskin. „Ég fór og skoðaði hvað væri eiginlega í gangi og komst að því að meðlimir Måneskin voru klæddir eins og við á áttunda áratugnum,“ sagði Michetti í samtali við La Stampa. View this post on Instagram A post shared by (@i_cugini_di_campagna_official) Hljómsveitin I Cugini di Campagna, sem er enn starfandi, deildi mynd á Instagram þar sem Nick Luciani, söngvari sveitarinnar, er klæddur í glimmerbúning með stjörnum og röndum badnaríska fánans og svo mynd til hliðar af Damiano David, söngvara Måneskin, í svipuðum búningi. „Måneskin hitaði upp í Bandaríkjunum fyrir Rolling Stones og HERMDU eftir fötum I Cugini di Campagna,“ skrifaði sveitin við myndina sem hún deildi á Instagram. „HÆTTIÐ AÐ HERMA EFTIR FÖTUNUM OKKAR.“ Tónlist Ítalía Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Ivano Michetti, gítarleikari ítölsku sveitarinnar I Cugini di Campagna, sagði Måneskin nýta sér áttunda áratugs tískuna til að fá athygli og hvatti hljómsveitina til að vera frumlegri. Måneskin, eins og margir muna líklegast eftir, sigraði Eurovision söngvakeppnina í Rotterdam í maí fyrir hönd Ítalíu og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. Sveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin og hitaði upp fyrir Rolling Stones á tónleikum þeirra í Las Vegas á laugardag. Greinilegt er að rokkgoðsögnin Mick Jagger var hæstánægður með frammistöðu Måneskin en hann tísti að loknum tónleikum: Frábært kvöld í Vegas með Måneskin. Great night in Vegas with @thisismaneskin pic.twitter.com/CJCyk7RXka— Mick Jagger (@MickJagger) November 8, 2021 Michetti var hins vegar síður en svo sáttur með hljómsveitina og sagðist ekki hafa getað slakað á eftir að honum var bent á búninga meðlima Måneskin. „Ég fór og skoðaði hvað væri eiginlega í gangi og komst að því að meðlimir Måneskin voru klæddir eins og við á áttunda áratugnum,“ sagði Michetti í samtali við La Stampa. View this post on Instagram A post shared by (@i_cugini_di_campagna_official) Hljómsveitin I Cugini di Campagna, sem er enn starfandi, deildi mynd á Instagram þar sem Nick Luciani, söngvari sveitarinnar, er klæddur í glimmerbúning með stjörnum og röndum badnaríska fánans og svo mynd til hliðar af Damiano David, söngvara Måneskin, í svipuðum búningi. „Måneskin hitaði upp í Bandaríkjunum fyrir Rolling Stones og HERMDU eftir fötum I Cugini di Campagna,“ skrifaði sveitin við myndina sem hún deildi á Instagram. „HÆTTIÐ AÐ HERMA EFTIR FÖTUNUM OKKAR.“
Tónlist Ítalía Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira