Skreytum hús: Ris í Kópavogi gert að kósý fjölskyldurými Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 07:00 Hér má sjá rýmið fyrir og eftir breytingar. Heildarútkomuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skreytum hús Hjónin Árni Árnason og Kolbrún Hrönn Pétursdóttir hafa verið í vandræðum með opið fjölskyldurými í fallegu risi á heimili þeirra í Kópavoginum. Rýmið settu þau upp þegar börnin voru ögn yngri og var það þá nýtt öðruvísi. Soffía Dögg Garðarsdóttir leit á svæðið og sneri öllu á hvolf og út kom þetta skemmtilega kósý rými. Útkoman var sýnd í þriðja þættinum í vetur af Skreytum hús. „Þegar við fluttum hingað þá vorum við með litla krakka,“ útskýrir Kolbrún. Leikföng og annað voru þá í aðalhlutverki í risi íbúðarinnar. Í dag er rýmið nýtt bæði fyrir sjónvarpið og svo er þar líka vinnuaðstaða. „Væntingarnar eru að við náum að gera þetta að einhvers konar fjölskyldurými,“ segir Árni þegar Soffía kemur í fyrstu heimsókn. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Ris í Kópavogi „Málið er að það þarf að uppfæra svona fjölskyldurými, rétt eins og barnaherbergi, mjög reglulega. Þarfirnar breytast með hækkandi aldri.“ segir Soffía um verkefnið. „Það þurfti eitthvað að taka til í þessu.“ Risið fyrir breytingar.Skreytum hús Risið fyrir breytingar.Skreytum hús Ný húsgögn, ljós og mottur voru á meðal þess sem Soffía Dögg setti inn í risið. Mesta breytingin var þó þegar búið var að mála og setja filmur yfir parketið sem hafði verið lagt upp á veggina og lét lofthæðina virðast minni. Risið eftir bretyingar.Skreytum hús Málverk varð að fókus í rýminu og hangandi loftljós gerði birtuna kósý og ýkti lofthæðina í leiðinni. Eins og alltaf vandaði Soffía sig mikið við að velja réttu púðana til þess að tengja litina saman. Risið eftir breytingar.Skreytum hús „Ég hef náttúrulega alltaf verið með púðablæti á háu stigi, þetta er vandamál“ játaði Soffía í þættinum. Lokaútkoman var sjónvarpsstofa með kósýhorni og vinnuaðstöðu. Stór motta afmarkaði sjónvarpsrýmið mjög fallega. „Oh my god,“ voru fyrstu viðbrögð heimilisfólksins þegar þau fengu að sjá risið eftir breytingarnar. „Þetta er alveg magnað.“ Fjölskyldan var í skýjunum með breytingarnar. Rýmið hentar nú allri fjölskyldunni.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Einnig nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig sjónvarpsbekkurinn var gerður. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+. Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. 3. nóvember 2021 07:01 Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
Soffía Dögg Garðarsdóttir leit á svæðið og sneri öllu á hvolf og út kom þetta skemmtilega kósý rými. Útkoman var sýnd í þriðja þættinum í vetur af Skreytum hús. „Þegar við fluttum hingað þá vorum við með litla krakka,“ útskýrir Kolbrún. Leikföng og annað voru þá í aðalhlutverki í risi íbúðarinnar. Í dag er rýmið nýtt bæði fyrir sjónvarpið og svo er þar líka vinnuaðstaða. „Væntingarnar eru að við náum að gera þetta að einhvers konar fjölskyldurými,“ segir Árni þegar Soffía kemur í fyrstu heimsókn. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Ris í Kópavogi „Málið er að það þarf að uppfæra svona fjölskyldurými, rétt eins og barnaherbergi, mjög reglulega. Þarfirnar breytast með hækkandi aldri.“ segir Soffía um verkefnið. „Það þurfti eitthvað að taka til í þessu.“ Risið fyrir breytingar.Skreytum hús Risið fyrir breytingar.Skreytum hús Ný húsgögn, ljós og mottur voru á meðal þess sem Soffía Dögg setti inn í risið. Mesta breytingin var þó þegar búið var að mála og setja filmur yfir parketið sem hafði verið lagt upp á veggina og lét lofthæðina virðast minni. Risið eftir bretyingar.Skreytum hús Málverk varð að fókus í rýminu og hangandi loftljós gerði birtuna kósý og ýkti lofthæðina í leiðinni. Eins og alltaf vandaði Soffía sig mikið við að velja réttu púðana til þess að tengja litina saman. Risið eftir breytingar.Skreytum hús „Ég hef náttúrulega alltaf verið með púðablæti á háu stigi, þetta er vandamál“ játaði Soffía í þættinum. Lokaútkoman var sjónvarpsstofa með kósýhorni og vinnuaðstöðu. Stór motta afmarkaði sjónvarpsrýmið mjög fallega. „Oh my god,“ voru fyrstu viðbrögð heimilisfólksins þegar þau fengu að sjá risið eftir breytingarnar. „Þetta er alveg magnað.“ Fjölskyldan var í skýjunum með breytingarnar. Rýmið hentar nú allri fjölskyldunni.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Einnig nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig sjónvarpsbekkurinn var gerður. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+.
Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. 3. nóvember 2021 07:01 Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. 3. nóvember 2021 07:01
Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00