Gagnrýnir samkomulag ríkis og kirkju harðlega: „Sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 22:06 Siggeir F. Ævarsson er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar, telur að samkomulag ríkis og kirkju frá árinu 1997, iðulega kallað kirkjujarðasamkomulagið, séu óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar. Þeir muni að endingu kosta ríkið yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Siggeir gerir samkomulagið, sem fól í sér yfirtöku ríkisins á hundruðum jarða, gegn greiðslu launa presta, að umfjöllunarefni sínu í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hann vísar til annarrar greinar sem hann skrifaði um samkomulagið árið 2019, þar sem hann fullyrti líkt og nú að samkomulagið væri afar óhagstætt fyrir ríkið. „Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár,“ skrifar Siggeir. Í gegnum tíðina hafi ýmsir þingmenn reynt að kalla fram upplýsingar um téðar kirkjujarðir, en með litlum árangri. Hins vegar hafi dregið til tíðinda í haust þegar fjármálaráðuneytið hafi látið Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um virði jarðanna. „Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt.“ Ríkið fái ekkert til baka Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem enn séu í eigu ríkisins séu tæpir 2,8 milljarðar króna. Ófáar jarðir hafi þá verið seldar en uppreiknað söluverð þeirra sé um 4,2 milljarðar króna. Uppreiknað heildarvirði jarðanna sé því sjö milljarðar króna. Eftir standi jarðir í eigu ríkisins sem séu minna virði en árlegar greiðslur ríkisins til kirkjunnar, sem hafi verið tæpir fjórir milljarðar á þessu ári. „Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað,“ skrifar Siggeir og telur að af þessu megi sjá að samkomulagið sé óhagstæðasti samningur sem ríkið hafi gert. Þegar hafi verið greiddir um 60 milljarðar fyrir jarðirnar, og ríkið sé skuldbundið til að greiða aðra eins upphæð á næstu 13 árum. Þannig muni samkomulagið að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og „skila litlu sem engu til baka.“ „Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur,“ skrifar Siggeir, en samkomulagið var árið 2019 framlengt um 15 ár, þó með nokkrum breytingum frá upprunalegu samkomulagi. Ekki fullt trúfrelsi Siggeir bendir þá á að á grundvelli samkomulagsins, sem hann segir hörmulegt, fái Þjóðkirkjan um fjóra milljarða árlega frá ríkinu. Ofan á það bætist sóknargjöld, sem einnig séu greidd af ríkinu og tekin af skattfé landsmanna. Líka þeirra sem standi utan trúfélaga. Þessi fjármunur fari svo meðal annars í að greiða laun presta og starfsfólks biskupsstofu. „En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið.“ Siggeir ræddi málið einnig við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en viðtalið við hann má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Siggeir gerir samkomulagið, sem fól í sér yfirtöku ríkisins á hundruðum jarða, gegn greiðslu launa presta, að umfjöllunarefni sínu í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hann vísar til annarrar greinar sem hann skrifaði um samkomulagið árið 2019, þar sem hann fullyrti líkt og nú að samkomulagið væri afar óhagstætt fyrir ríkið. „Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár,“ skrifar Siggeir. Í gegnum tíðina hafi ýmsir þingmenn reynt að kalla fram upplýsingar um téðar kirkjujarðir, en með litlum árangri. Hins vegar hafi dregið til tíðinda í haust þegar fjármálaráðuneytið hafi látið Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um virði jarðanna. „Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt.“ Ríkið fái ekkert til baka Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem enn séu í eigu ríkisins séu tæpir 2,8 milljarðar króna. Ófáar jarðir hafi þá verið seldar en uppreiknað söluverð þeirra sé um 4,2 milljarðar króna. Uppreiknað heildarvirði jarðanna sé því sjö milljarðar króna. Eftir standi jarðir í eigu ríkisins sem séu minna virði en árlegar greiðslur ríkisins til kirkjunnar, sem hafi verið tæpir fjórir milljarðar á þessu ári. „Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað,“ skrifar Siggeir og telur að af þessu megi sjá að samkomulagið sé óhagstæðasti samningur sem ríkið hafi gert. Þegar hafi verið greiddir um 60 milljarðar fyrir jarðirnar, og ríkið sé skuldbundið til að greiða aðra eins upphæð á næstu 13 árum. Þannig muni samkomulagið að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og „skila litlu sem engu til baka.“ „Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur,“ skrifar Siggeir, en samkomulagið var árið 2019 framlengt um 15 ár, þó með nokkrum breytingum frá upprunalegu samkomulagi. Ekki fullt trúfrelsi Siggeir bendir þá á að á grundvelli samkomulagsins, sem hann segir hörmulegt, fái Þjóðkirkjan um fjóra milljarða árlega frá ríkinu. Ofan á það bætist sóknargjöld, sem einnig séu greidd af ríkinu og tekin af skattfé landsmanna. Líka þeirra sem standi utan trúfélaga. Þessi fjármunur fari svo meðal annars í að greiða laun presta og starfsfólks biskupsstofu. „En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið.“ Siggeir ræddi málið einnig við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en viðtalið við hann má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?