Efnilegasta skautakona Íslands þurfti að láta færa nýra til í sex tíma aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 08:01 Það mun taka Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur marga mánuði að koma sér aftur í keppnisform. Hér sést hún eftir aðgerðina. Instagram/@isold_fonn Skautakonan Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir verður að taka sér frí frá íþrótt sinni á næstunni eftir að hafa greinst með slagæðaþrengsli eða Artery Compression Syndrome. Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós. Skautaíþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós.
Skautaíþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira