„Er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2021 10:31 Arnar fékk yfir sig mjög alvarlegar hótanir fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Síðustu vikur og mánuði hefur borið á aukinni haturorðræðu og hótunum í garð hinsegin fólks hér á landi og hefur ótti um ákveðið bakslag kviknað innan hinsegin samfélagsins að undanförnu. Bæði hefur verið veist að hinsegin ungmennum auk þess sem þau hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi í skólum. Nýverið fór þá einnig að bera á nafnlausum símtölum í gegnum samfélagsmiðla en hinn 22 ára Arnar Máni Ingólfsson varð fyrir barðinu á slíkum símtölum. Rætt var við Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Mér var bætt inn í svona hópspjall á Facebook og það af tveimur einstaklingum sem voru að þykjast vera mormónar. Til að byrja með voru þeir að senda endalaust og ég setti því samtalið á mute. Ég var búinn að vera í þessu spjalli í nokkra daga þegar þeir byrja að hringja í mig bæði í hópsamtalinu og mig persónulega. Ég skellti alltaf á þá en síðan ákvað ég að svara bara,“ segir Arnar sem bað þá vinsamlegast um að hætta þessu. „Þegar ég loksins svara byrja þeir að drulla yfir mig. Þarna var ég heima hjá vini mínum og hann tekur bara símann af mér og byrjar að tala við þá, því mér fannst þetta mjög erfitt að heyra þetta og fór alveg að gráta og það mikið. Þeir fara að tala við vin minn og byrja segja að ég sé barnaperri og að þeir ætli að lemja mig.“ Leitaði til lögreglunnar Arnar segist hafa ákveðnar grunsemdir um það hverjir voru þarna að verki, en hann hafi látið málið í hendur lögreglu og muni leyfa henni að vinna sína vinnu. „Ég var búinn að segja þeim að ég myndi fara til lögreglunnar ef þeir myndu ekki láta mig vera. Þeir héldu að ég væri að grínast en svo var svo sannarlega ekki. Ég birti þetta á netinu og bjóst ekki við svona mikilli athygli. Fólk hefur verið að senda mér skilaboð og segja mér að það hafi upplifað svipað. Ég er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt. Þetta fer eiginlega inn um eitt og út um hitt eyrað. Ég hef verið kallaður faggi, ég hef verið laminn, og það eru svona tvö ár síðan ég byrjaði að svara fyrir mig,“ segir Arnar sem telur að umræðan hafi það í för með sér að ungt fólk sé hræddara við það að koma út úr skápnum. Nú eru liðnar nokkrar vikur frá skilaboðunum, svo hvernig líður Arnari í dag þegar komin er smá fjarlægð? „Ég hugsa að þetta séu bara lítil grey fyrir mér sem þurfa bara að fræða sig og ég vona innilega að þessir strákar sjái að sér.“ Þorbjörg segir að staðan sé einfaldlega ekki nægilega góð. Arnar er því miður ekki sá eini sem hefur þurft að sitja undir hatursorðræðu og hótunum að undanförnu. En hvernig er staðan almennt í þessum málum að mati Þorbjargar Þorvaldsdóttur formanns Samtakanna 78? „Hún er ekkert rosalega góð. Við höfum séð ákveðna aukningu á því hvað fólk leyfir sér að segja á opinberum vettvangi og jafnvel undir nafni. Við höfum verið að sjá gróf ofbeldismál jafnvel innan úr skólunum,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Bæði hefur verið veist að hinsegin ungmennum auk þess sem þau hafa orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi í skólum. Nýverið fór þá einnig að bera á nafnlausum símtölum í gegnum samfélagsmiðla en hinn 22 ára Arnar Máni Ingólfsson varð fyrir barðinu á slíkum símtölum. Rætt var við Arnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Mér var bætt inn í svona hópspjall á Facebook og það af tveimur einstaklingum sem voru að þykjast vera mormónar. Til að byrja með voru þeir að senda endalaust og ég setti því samtalið á mute. Ég var búinn að vera í þessu spjalli í nokkra daga þegar þeir byrja að hringja í mig bæði í hópsamtalinu og mig persónulega. Ég skellti alltaf á þá en síðan ákvað ég að svara bara,“ segir Arnar sem bað þá vinsamlegast um að hætta þessu. „Þegar ég loksins svara byrja þeir að drulla yfir mig. Þarna var ég heima hjá vini mínum og hann tekur bara símann af mér og byrjar að tala við þá, því mér fannst þetta mjög erfitt að heyra þetta og fór alveg að gráta og það mikið. Þeir fara að tala við vin minn og byrja segja að ég sé barnaperri og að þeir ætli að lemja mig.“ Leitaði til lögreglunnar Arnar segist hafa ákveðnar grunsemdir um það hverjir voru þarna að verki, en hann hafi látið málið í hendur lögreglu og muni leyfa henni að vinna sína vinnu. „Ég var búinn að segja þeim að ég myndi fara til lögreglunnar ef þeir myndu ekki láta mig vera. Þeir héldu að ég væri að grínast en svo var svo sannarlega ekki. Ég birti þetta á netinu og bjóst ekki við svona mikilli athygli. Fólk hefur verið að senda mér skilaboð og segja mér að það hafi upplifað svipað. Ég er orðinn svo vanur þessu og það er frekar sorglegt. Þetta fer eiginlega inn um eitt og út um hitt eyrað. Ég hef verið kallaður faggi, ég hef verið laminn, og það eru svona tvö ár síðan ég byrjaði að svara fyrir mig,“ segir Arnar sem telur að umræðan hafi það í för með sér að ungt fólk sé hræddara við það að koma út úr skápnum. Nú eru liðnar nokkrar vikur frá skilaboðunum, svo hvernig líður Arnari í dag þegar komin er smá fjarlægð? „Ég hugsa að þetta séu bara lítil grey fyrir mér sem þurfa bara að fræða sig og ég vona innilega að þessir strákar sjái að sér.“ Þorbjörg segir að staðan sé einfaldlega ekki nægilega góð. Arnar er því miður ekki sá eini sem hefur þurft að sitja undir hatursorðræðu og hótunum að undanförnu. En hvernig er staðan almennt í þessum málum að mati Þorbjargar Þorvaldsdóttur formanns Samtakanna 78? „Hún er ekkert rosalega góð. Við höfum séð ákveðna aukningu á því hvað fólk leyfir sér að segja á opinberum vettvangi og jafnvel undir nafni. Við höfum verið að sjá gróf ofbeldismál jafnvel innan úr skólunum,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning