„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir tilviljun ráða því að Zack Mosbergsson líkist Mark Zuckerberg. Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“ Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“
Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49
Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01
Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent