Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 13:15 Birkir Bjarnason hefur leikið 104 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Engnn hefur leikið fleiri. Vísir/Vilhelm Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. Birkir sat fyrir svörum ásamt landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni fyrir leik Íslands og N-Makedóníu í Skopje á morgun. Hann var spurður hvort hann væri mikið að velta þessu fyrir sér. „Nei alls ekki. Við sem lið erum náttúrulega aðallega einbeittir í að halda þessari þróun áfram sem er búin að vera í gangi í síðustu landsliðsverkefnum. Við leikmennirnir höfum verið að finna fyrir því að við erum á réttri leið. Við þurfum hins vegar að fara breyta þessum frammistöðum í sigra.“ „Þetta leikjamet er því ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í. Við sjáum bara til hvað gerist, ég þarf að spila leikinn fyrst.“ Birkir var einnig spurður út í stöðu Íslands í riðlinum og hver markmið liðsins hefðu verið áður en undankeppnin hófst. „Markmiðið okkar var að ná öðru sæti riðilsins og komast þannig í umspilið. Við höfum hins vegar fengið marga nýja leikmenn inn og erum að reyna byggja upp nýtt lið, það mun taka tíma. Við erum samt sem áður ekki ánægðir með úrslitin okkar til þessa í riðlinum né stöðuna sem við erum í.“ „Við erum mjög spenntir í að gera betur og sýna okkar rétta andlit. Okkur lakkar mjög til leiksins á morgun og erum vel stemmdir í að ná í þrjú stig,“ sagði þessi reynslumikli miðjumaður að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Birkir sat fyrir svörum ásamt landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni fyrir leik Íslands og N-Makedóníu í Skopje á morgun. Hann var spurður hvort hann væri mikið að velta þessu fyrir sér. „Nei alls ekki. Við sem lið erum náttúrulega aðallega einbeittir í að halda þessari þróun áfram sem er búin að vera í gangi í síðustu landsliðsverkefnum. Við leikmennirnir höfum verið að finna fyrir því að við erum á réttri leið. Við þurfum hins vegar að fara breyta þessum frammistöðum í sigra.“ „Þetta leikjamet er því ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í. Við sjáum bara til hvað gerist, ég þarf að spila leikinn fyrst.“ Birkir var einnig spurður út í stöðu Íslands í riðlinum og hver markmið liðsins hefðu verið áður en undankeppnin hófst. „Markmiðið okkar var að ná öðru sæti riðilsins og komast þannig í umspilið. Við höfum hins vegar fengið marga nýja leikmenn inn og erum að reyna byggja upp nýtt lið, það mun taka tíma. Við erum samt sem áður ekki ánægðir með úrslitin okkar til þessa í riðlinum né stöðuna sem við erum í.“ „Við erum mjög spenntir í að gera betur og sýna okkar rétta andlit. Okkur lakkar mjög til leiksins á morgun og erum vel stemmdir í að ná í þrjú stig,“ sagði þessi reynslumikli miðjumaður að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31