ÍR kærir og þjálfarinn lýsir dómurunum sem „landsbyggðarmönnum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 13:31 Kristinn Björgúlfsson er þjálfari ÍR sem er í baráttu um að komast aftur upp í Olís-deild karla. vísir/Elín Björg ÍR-ingar töpuðu með eins marks mun gegn Herði frá Ísafirði í toppslag Grill 66-deildarinnar á laugardaginn. Þeir telja Harðarmenn hafa haft rangt við varðandi leikskýrslu og hafa kært framkvæmd leiksins til dómstóls HSÍ. „Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021 Handbolti ÍR Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
„Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021
Handbolti ÍR Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira