Reiknar með að þing komi saman í næstu viku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 18:32 Willum Þór Þórsson er sitjandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku. „Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
„Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira