Hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 19:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra hugnast ekki aðgerðir sem gætu mismunað bólusettum og óbólusettum. Tuttugu þúsund Íslendingar fengu þriðja skammt í fyrstu viku bólusetningarátaks, færri en vonast var til. Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Rétt rúmlega sex þúsund manns mættu í örvunarskammt í Laugardalshöll og mæting um 67 prósent, eins og dagana tvo á undan. Skipuleggjendur bjuggu sig undir allt að átta þúsund manns á dag og mæting því nokkuð lakari en búist var við. Áhersla á einingu Undanfarna daga hefur hugmyndum um aukið frelsi handa bólusettum umfram óbólusetta, eða minna bólusetta, verið velt upp, til dæmis í formi kórónuveirupassa. Sóttvarnalæknir segir í pistli í dag að ekki séu faglegar forsendur fyrir slíku hér á landi að svo stöddu - og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur í sama streng. „Sjálf hef ég alltaf lagt mjög mikla áherslu á að það sé eining í samfélaginu, og mér finnst það skipta mjög miklu máli að við tökum engar ákvarðanir sem snúast um það að skipta fólki í hópa eða búa til einhverja póla í samfélaginu,“ segir Svandís. Þannig að þú værir ekki hrifin af því að þessu yrði komið á? „Ég er ekki spennt fyrir því, nei. Mér finnst mikilvægt að halda þessari samstöðu í samfélaginu eins mikið og hægt er og ég held að það sé einn af okkar mestu styrkleikum.“ Engar umræður um hertar aðgerðir 144 greindust innanlands í gær. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum sagði í gær að ef ekki yrði lát á háum smittölum næstu daga yrði að skoða hvort herða ætti aðgerðir - og sóttvarnalæknir kvaðst horfa til vikuloka í þeim efnum. Svandís segir að fylgst sé vel með stöðunni en bendir á að stutt sé síðan núgildandi aðgerðir tóku gildi. Þannig að það eru engar umræður um mögulegar hertar aðgerðir byrjaðar? „Nei,“ segir Svandís. Ekkert bólar enn á nýrri farsóttardeild á Landspítala en um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi ráðuneytinu drög að útfærslu hennar. Svandís segir að enn eigi eftir að tryggja fjármagn en býst við að deildin komist í gagnið innan mánaða. „Ég vil bara fullvissa Landspítala um að það er unnið að þessu verkefni eins og öðrum sem við höfum verið að vinna að með spítalanum til þess að styrkja þar allan viðbúnað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira