Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur að tveimur tillögum Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 11:11 Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og er reiknað með löngum fundi. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur í sameiningu að gerð tveggja tillagna til Alþingis um hvernig skuli afgreiða kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Önnur færir rök fyrir því að útgefin kjörbréf verði samþykkt og hin ekki, sem hefði í för með sér að boðað yrði til uppkosningar í kjördæminu. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og er reiknað með að sá fundur verði langur. Nefndin er langt komin í vinnu sinni og samkvæmt heimildum fréttastofunnar vinnur nefndarfólk í sameiningu að því að semja skýrslu með málsatvikalýsingu sem og rökstuðning fyrir tveimur tillögum um hvernig Alþingi ætti að afgreiða þau kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út til þingmanna eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Nefndarmenn sjálfir hafa ekki gefið upp hver afstaða þeirra sjálfra er. Inga Sæland hefur þó sagt að hún hallaðist að því að niðurstöður endurtalningarinnar ættu að ráða. Í stað þess að skiptast í fylkingar eftir afstöðu til kjörbréfanna ákvað nefndarfólk að standa saman að rökstuðningi fyrir tveimur tillögum. Í annarri tillögunni er lagt til að Alþingi samþykki þau kjörbréf sem Landskjörstórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvestrkjördæmi sem breytti útdeilingu fimm af níu jöfnunarþingsætum. Í hinni tillögunni eru færð rök fyrir því að samþykkja ekki kjörbréf samkvæmt endurtalningunni sem myndi leiða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi. Það hefði engin áhrif á kjörbréf þingmanna annarra kjördæma nema jöfnunarþingmanna og svo kjörbréf kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Frá setningu Alþingis í fyrra haust. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis fylgir Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands úr þingsal að lokinni athöfn. Forsetinn mun setja þingið næst komandi þriðjudag.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ólíkar skoðanir á þessum leiðum í flestum þingflokkum en að lokum ræðst málið í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þing á að koma saman á þriðjudag þar sem kosið verður í hina formlegu kjörbréfanefnd og síðan gert hlé á þingfundi til fimmtudags þegar hún skilar af sér og atkvæðagreiðslan fer fram. Reikna má með að fyrst verði greidd atkvæði um þá tillögu sem gengur lengra, það er að segja að kjörbréf sem leidd eru af endurtalningunni verði ekki samþykkt. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir færri gesti verða við þingsetningu á þriðjudag en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir að þingsetningin sjálf muni taka mið af stöðu kórónuveirufaraldursins. Þannig að það verður kannski færra um gesti við þingsetningu nú eins og við síðustu þingsetningu? „Já, það verður færra um gesti og við þurfum að huga mjög vel að sóttvörnum. Við þurfum að búa alla vega fyrst um sinn við stækkaðan þingsal og gæta að fjarlægðarreglum og öllu því um líku,“ segir Willum Þór. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og er reiknað með að sá fundur verði langur. Nefndin er langt komin í vinnu sinni og samkvæmt heimildum fréttastofunnar vinnur nefndarfólk í sameiningu að því að semja skýrslu með málsatvikalýsingu sem og rökstuðning fyrir tveimur tillögum um hvernig Alþingi ætti að afgreiða þau kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út til þingmanna eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Nefndarmenn sjálfir hafa ekki gefið upp hver afstaða þeirra sjálfra er. Inga Sæland hefur þó sagt að hún hallaðist að því að niðurstöður endurtalningarinnar ættu að ráða. Í stað þess að skiptast í fylkingar eftir afstöðu til kjörbréfanna ákvað nefndarfólk að standa saman að rökstuðningi fyrir tveimur tillögum. Í annarri tillögunni er lagt til að Alþingi samþykki þau kjörbréf sem Landskjörstórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvestrkjördæmi sem breytti útdeilingu fimm af níu jöfnunarþingsætum. Í hinni tillögunni eru færð rök fyrir því að samþykkja ekki kjörbréf samkvæmt endurtalningunni sem myndi leiða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi. Það hefði engin áhrif á kjörbréf þingmanna annarra kjördæma nema jöfnunarþingmanna og svo kjörbréf kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Frá setningu Alþingis í fyrra haust. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis fylgir Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands úr þingsal að lokinni athöfn. Forsetinn mun setja þingið næst komandi þriðjudag.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ólíkar skoðanir á þessum leiðum í flestum þingflokkum en að lokum ræðst málið í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þing á að koma saman á þriðjudag þar sem kosið verður í hina formlegu kjörbréfanefnd og síðan gert hlé á þingfundi til fimmtudags þegar hún skilar af sér og atkvæðagreiðslan fer fram. Reikna má með að fyrst verði greidd atkvæði um þá tillögu sem gengur lengra, það er að segja að kjörbréf sem leidd eru af endurtalningunni verði ekki samþykkt. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir færri gesti verða við þingsetningu á þriðjudag en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir að þingsetningin sjálf muni taka mið af stöðu kórónuveirufaraldursins. Þannig að það verður kannski færra um gesti við þingsetningu nú eins og við síðustu þingsetningu? „Já, það verður færra um gesti og við þurfum að huga mjög vel að sóttvörnum. Við þurfum að búa alla vega fyrst um sinn við stækkaðan þingsal og gæta að fjarlægðarreglum og öllu því um líku,“ segir Willum Þór.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38
Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20