„Þetta er í rauninni bara lítil hrina sem er þarna norðaustur sem sagt af Grindavík og stærsti skjálftinn mældist þrír að stærð klukkan 20:11 í gærkvöldi og það hafa um tuttugu skjálftar mælst síðan þá en það hefur verið aðeins að róast í þessu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Lovísa segir skjálftana ekki tengjast frekari jarðhræringum á svæðinu en lítil virkni hefur verið í eldstöðvunum við Fagradalsfjall um nokkurt skeið.
„Náttúrulega allt svæðið er á hreyfingu það eru flekaskil þarna og síðan er þetta landris þannig að þetta tengist allt saman en það er eðlilegt að fá svona skjálfta öðru hverju.“