Fjörutíu prósent karla segjast yfirleitt sýna áhuga í gegnum skjáinn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. nóvember 2021 15:25 Samkvæmt könnun Makamála segjast 35% kvenna og 40% karla yfirleitt sýna ókunnugri manneskju áhuga í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrið. Getty „Hæ, hvað segirðu? Ég sá þig á tónleikunum í gær og ákvað reyna að finna þig hér á Facebook!“ Með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa hefur umhverfi tilhugalífsins svo sannarlega breyst. Óhjákvæmilega. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis á hvaða vettvangi þeir sýna ókunnugri manneskju áhuga og var könnunin kynjaskipt. Velt var upp hugleiðingum um það hvort að fólk væri smátt og smátt að missa hæfnina í því að kynnast augliti til auglitis og notast frekar við tæknina þegar kemur að því að stíga í vænginn við einhvern, byrja samtalið. Samkvæmt niðurstöðunum segist rúmlega þriðjungur kvenna, eða 35%, að það sýni áhuga oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaöpp, á móti 40% karla. Smæð samfélags okkar hér á þessari litlu eyju gerir það að verkum að það þarf yfirleitt ekki mikla rannsóknarvinnu til þess að finna út hver manneskja er sem þú hittir á förnum vegi. Ekki mátti sjá mikinn mun á svörum kynjanna en ef eitthvað er hægt að marka niðurstöðurnar eru fleiri konur en karlar sem segjast yfirleitt ekki eiga frumkvæðið að fyrstu samskiptunum. Niðurstöður* Konur: Oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit - 35% Oftast í eigin persónu - 30% Á yfirleitt ekki frumkvæðið að fyrstu samskiptum - 35% Karlar: Oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit - 40% Oftast í eigin persónu - 32% Á yfirleitt ekki frumkvæðið að fyrstu samskiptum - 28% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. 22. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa hefur umhverfi tilhugalífsins svo sannarlega breyst. Óhjákvæmilega. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis á hvaða vettvangi þeir sýna ókunnugri manneskju áhuga og var könnunin kynjaskipt. Velt var upp hugleiðingum um það hvort að fólk væri smátt og smátt að missa hæfnina í því að kynnast augliti til auglitis og notast frekar við tæknina þegar kemur að því að stíga í vænginn við einhvern, byrja samtalið. Samkvæmt niðurstöðunum segist rúmlega þriðjungur kvenna, eða 35%, að það sýni áhuga oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaöpp, á móti 40% karla. Smæð samfélags okkar hér á þessari litlu eyju gerir það að verkum að það þarf yfirleitt ekki mikla rannsóknarvinnu til þess að finna út hver manneskja er sem þú hittir á förnum vegi. Ekki mátti sjá mikinn mun á svörum kynjanna en ef eitthvað er hægt að marka niðurstöðurnar eru fleiri konur en karlar sem segjast yfirleitt ekki eiga frumkvæðið að fyrstu samskiptunum. Niðurstöður* Konur: Oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit - 35% Oftast í eigin persónu - 30% Á yfirleitt ekki frumkvæðið að fyrstu samskiptum - 35% Karlar: Oftast í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit - 40% Oftast í eigin persónu - 32% Á yfirleitt ekki frumkvæðið að fyrstu samskiptum - 28% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. 22. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál „Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta „Ég er aðallega að leita eftir svona Ryan Gosling í Notebook ást, ef það er ekki þannig þá má bara gleyma því,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir í viðtali við Makamál. 22. nóvember 2021 11:55