Gera upp gamlar sakir við Gauta í viðtali við Rolling Stone Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 16:40 Hljómsveitin Reykjavíkurdætur. Aðsend Rappsveitin Reykjavíkurdætur var í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í gær. Í viðtalinu fara þær meðal annars yfir stofnun hljómsveitarinnar, móðurhlutverkið og baráttuna við feðraveldið. Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum. Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum.
Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17
„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18