Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur Árni Gísli Magnússon skrifar 21. nóvember 2021 18:54 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember. Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember.
Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20