Unnusta Khashoggi biður Bieber að hætta við tónleika í Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 10:28 „Það er ekki of seint að biðjast afsökunar. Ekki syngja fyrir einræðisherra Sádi-Arabíu,“ segir á einni auglýsingu sem er til sýnis í Los Angeles, borginni sem Justin Bieber býr í. Getty/ Jerod Harris Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi sem var myrtur hrottalega af útsendurum krónprins Sádi-Arabíu, hefur biðlað til tónlistarmannsins Justins Bieber að hann blási af tónleika sína í Sádi-Arabíu í næsta mánuði. Bieber er einn nokkurra vel þekktra tónistarmanna, sem mun skemmta gestum Formúlu eitt á fyrsta kappakstrinum, sem haldinn er í Jeddah. Cengiz hefur birt opið bréf, sem stílað er á Bieber, og beðið hann að senda valdamönnum konungsríkisins skilaboð og hætta við framkomuna. Hatice Cengiz hefur kallað eftir því að Justin Bieber hætti við framkomu á tónleikum í Sádi-Arabíu.Getty/Andreas Rentz Khashoggi, sem lengi var hávær gagnrýnandi konungsstjórnarinnar, var myrtur hrottalega í sádiarabíska sendiráðinu í Istanbúl í Tyrklandi í oktober 2018. Hann hafði farið í sendiráðið til þess að sækja nauðsynlega pappíra fyrir hjónavíxlu hans og Cengiz. Hann var myrtur og lík hans bútað niður inni í sendiráðinu á meðan Cengiz beið fyrir utan. „Ekki syngja fyrir morðingja míns heittelskaða Jamals,“ skrifaði Cengiz í bréfinu, sem birtist hjá Washington Post. Hún skrifar í bréfinu að Bieber sé í góðri stöðu til að sýna að hann styðji ekki við stjórnvöld sem komi gagnrýnendum sínum fyrir kattarnef. Kappaksturinn fer fram í borginni Jeddah þann 5. desember næstkomandi. Fjöldi þekktra tónlistarmanna mun þar stíga á stokk auk Biebers, eins og A$AP Rocky, David Guetta og Jason Derulo. Cengiz er ekki ein um ákallið. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa hvatt Bieber og hina listamennina um að hætta við framkomuna, sem þau segja tilraun sádiarabískra stjórnvalda til að beina athygli frá mannréttindabrotum þeirra. Nokkrir auglýsingabílar aka nú um götur Los Angeles með skilaboð til Justins Bieber. „Hvers vegna syngur Bieber fyrir sádískan einræðisherra sem tekur samkynhneigða menn af lífi?“ stendur á einni auglýsingunni.Getty/Jerod Harris Khashoggi, sem var 59 ára gamall þegar hann var myrtur, var eitt sinn einn helsti ráðgjafi sádiarabískra stjórnvalda og náinn konungsfjölskyldunni. Það breyttist hins vegar skyndilega og hann flúði til Bandararíkjanna árið 2017. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á morðinu leiddi í ljós að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Hann hefur þó ítrekað neitað allri aðkomu að morðinu. Sádi-Arabía Tónlist Morðið á Khashoggi Hollywood Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27. febrúar 2021 10:20 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Bieber er einn nokkurra vel þekktra tónistarmanna, sem mun skemmta gestum Formúlu eitt á fyrsta kappakstrinum, sem haldinn er í Jeddah. Cengiz hefur birt opið bréf, sem stílað er á Bieber, og beðið hann að senda valdamönnum konungsríkisins skilaboð og hætta við framkomuna. Hatice Cengiz hefur kallað eftir því að Justin Bieber hætti við framkomu á tónleikum í Sádi-Arabíu.Getty/Andreas Rentz Khashoggi, sem lengi var hávær gagnrýnandi konungsstjórnarinnar, var myrtur hrottalega í sádiarabíska sendiráðinu í Istanbúl í Tyrklandi í oktober 2018. Hann hafði farið í sendiráðið til þess að sækja nauðsynlega pappíra fyrir hjónavíxlu hans og Cengiz. Hann var myrtur og lík hans bútað niður inni í sendiráðinu á meðan Cengiz beið fyrir utan. „Ekki syngja fyrir morðingja míns heittelskaða Jamals,“ skrifaði Cengiz í bréfinu, sem birtist hjá Washington Post. Hún skrifar í bréfinu að Bieber sé í góðri stöðu til að sýna að hann styðji ekki við stjórnvöld sem komi gagnrýnendum sínum fyrir kattarnef. Kappaksturinn fer fram í borginni Jeddah þann 5. desember næstkomandi. Fjöldi þekktra tónlistarmanna mun þar stíga á stokk auk Biebers, eins og A$AP Rocky, David Guetta og Jason Derulo. Cengiz er ekki ein um ákallið. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa hvatt Bieber og hina listamennina um að hætta við framkomuna, sem þau segja tilraun sádiarabískra stjórnvalda til að beina athygli frá mannréttindabrotum þeirra. Nokkrir auglýsingabílar aka nú um götur Los Angeles með skilaboð til Justins Bieber. „Hvers vegna syngur Bieber fyrir sádískan einræðisherra sem tekur samkynhneigða menn af lífi?“ stendur á einni auglýsingunni.Getty/Jerod Harris Khashoggi, sem var 59 ára gamall þegar hann var myrtur, var eitt sinn einn helsti ráðgjafi sádiarabískra stjórnvalda og náinn konungsfjölskyldunni. Það breyttist hins vegar skyndilega og hann flúði til Bandararíkjanna árið 2017. Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á morðinu leiddi í ljós að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Hann hefur þó ítrekað neitað allri aðkomu að morðinu.
Sádi-Arabía Tónlist Morðið á Khashoggi Hollywood Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27. febrúar 2021 10:20 Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30
Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 27. febrúar 2021 10:20
Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður. 24. febrúar 2021 23:33
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent