Grænlensku „tilraunabörnin“ krefjast bóta frá danska ríkinu Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 11:50 22 grænlensk börn voru tekin af fjölskyldum sínum árið 1951 og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þau sneru svo aftur til Grænlands og dvöldu þá á barnaheimili í Nuuk. Getty Hópur Grænlendinga hefur krafið danska ríkið um skaðabætur vegna félagslegrar tilraunar sem þau voru hluti af sem börn árið 1951. 22 grænlensk börn voru þá tekin af fjölskyldum sínum og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þeim var svo snúið aftur til Grænlands og var hugsunin að gera þau að einhvers konar dönskumælandi „elítu“, en þau voru þá látin búa á barnaheimilum í höfuðborginni Nuuk. Tilraunin átti eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir börnin, þar sem um helmingur þeirra átti eftir að glíma við mikil andleg veikindi og áfengisfíkn. Mörg þeirra áttu eftir að deyja langt fyrir aldur fram og þá átti einungis helmingur þeirra eftir að mennta sig. Danskir fjölmiðlar segja nú frá því að sex þessara barna, þau sem enn eru á lífi, hafi nú krafið danska ríkið um skaðabætur vegna tilraunarinnar. „Þau misstu fjölskyldu sína, tungumálið sitt, menningu og þá tilfinningu að tilheyra. Þetta var sömuleiðis brot á rétti þeirra til einka- og fjölskyldulífs samkvæmt áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir lögmaður þeirra, Mads Krøger Pramming, í samtali við Politiken. Hópurinn fer fram á 250 þúsund danskra króna í skaðabætur, um fimm milljónir íslenskra króna, til hvers og eins, vilji danska ríkið að málið fari ekki fyrir dómstóla. Hefur hópurinn veitt danska ríkinu fjórtán daga frest til að bregðast við. Danska ríkisstjórnin og forsætisráðherrann Mette Frederiksen bað grænlensku „tilraunabörnin“ opinberlega afsökunar á málinu á síðasta ári. „Við getum ekki breytt hinu liðna. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við brugðumst,“ sagði Frederiksen þá. Grænland Danmörk Tengdar fréttir Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
22 grænlensk börn voru þá tekin af fjölskyldum sínum og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þeim var svo snúið aftur til Grænlands og var hugsunin að gera þau að einhvers konar dönskumælandi „elítu“, en þau voru þá látin búa á barnaheimilum í höfuðborginni Nuuk. Tilraunin átti eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir börnin, þar sem um helmingur þeirra átti eftir að glíma við mikil andleg veikindi og áfengisfíkn. Mörg þeirra áttu eftir að deyja langt fyrir aldur fram og þá átti einungis helmingur þeirra eftir að mennta sig. Danskir fjölmiðlar segja nú frá því að sex þessara barna, þau sem enn eru á lífi, hafi nú krafið danska ríkið um skaðabætur vegna tilraunarinnar. „Þau misstu fjölskyldu sína, tungumálið sitt, menningu og þá tilfinningu að tilheyra. Þetta var sömuleiðis brot á rétti þeirra til einka- og fjölskyldulífs samkvæmt áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir lögmaður þeirra, Mads Krøger Pramming, í samtali við Politiken. Hópurinn fer fram á 250 þúsund danskra króna í skaðabætur, um fimm milljónir íslenskra króna, til hvers og eins, vilji danska ríkið að málið fari ekki fyrir dómstóla. Hefur hópurinn veitt danska ríkinu fjórtán daga frest til að bregðast við. Danska ríkisstjórnin og forsætisráðherrann Mette Frederiksen bað grænlensku „tilraunabörnin“ opinberlega afsökunar á málinu á síðasta ári. „Við getum ekki breytt hinu liðna. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við brugðumst,“ sagði Frederiksen þá.
Grænland Danmörk Tengdar fréttir Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36