Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 13:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki spenntur fyrir bólusetningarskyldu. Vísir/Vilhelm Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira